fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ísland er dýrasta landið í Evrópu – „Þetta var smá áfall“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. júlí 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysluverð á Íslandi voru að meðaltali 56% hærri en annars staðar í Evrópu árið 2018 sem gerir Ísland að dýrasta landinu í Evrópu. Þetta kemur fram í frétt frá AFP.

Samkvæmt gögnum frá Eurostat voru lönd eins og Sviss, Noregur og Danmörk öll með lægra neysluverð að meðaltali. Sviss var með 52%, Noregur með 48% og Danmörk var með 38%. 

Quint Johnson, 22 ára námsmaður, segir í samtali við AFP að hann hafi ákveðið að rannsaka verð á Íslandi áður en hann færi þangað. 

„Þetta var smá áfall.“

Sagði Quint þegar hann sá að hamborgari, franskar og bjór kostar um 2.400 krónur á Íslandi. 

„Þetta er mjög dýrt miðað við það sem ég er vanur. Ég get fengið hamborgara, franskar og bjór heima fyrir 12-13 dollara en á Íslandi kostar þetta 20 dollara, jafnvel 25.“

AFP talaði við Konráð Guðjónsson, hagfræðing, um ástæðuna fyrir því háa verðlagi sem er á Íslandi. 

„Ísland er svo lítið, þess vegna er mjög erfitt að ná upp sama efnahagslífi og er í öðrum löndum sem eru 100 sinnum stærri.“

Einnig talaði AFP við Breka Karlsson, hagfræðing, en hann sagði að það þyrfti að taka laun Íslendinga með í dæmið.

„Við verðum að reikna með launaþrepunum á Íslandi. Hér erum við líka með ein hæstu launin að meðaltali í Evrópu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar