fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Rússar kaupa landsvæði á Austfjörðum – Lúxusferðaþjónusta sem á engan sinn líka

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hafa rússneskir aðilar keypt jörðina Heyklif á Kambanesi, við sunnanverðan Stöðvarfjörð. Um er að ræða um 130 hektara. Kaupin áttu sér stað fyrir nokkru og voru milliliðalaus við þáverandi ábúendur jarðarinnar. Þannig vissu sveitarstjórnarmenn ekki af kaupunum fyrr en eftir á. Rétt er að taka fram að forkaupsréttur eða tilkynningaskylda er ekki fyrir hendi.

Heimildamenn DV segja að um sé að ræða auðuga Rússa sem ætli að byggja upp ferðaþjónustu sem eigi engan sinn líka. Þannig horfi þeir ekki síst til auðugra landsmanna sína sem mögulega viðskiptavini, sem leiti að upplifun sem sé einstök á heimsvísu. Rússarnir hafa þegar heimsótt svæðið og höfðu á orði að þeir hefðu aldrei séð nokkuð því líkt.

Gert er ráð fyrir að byggt verði hágæða hótel með heilsulind og brugghús með aðstöðu til að taka á móti gestum, sem geta fræðst um framleiðsluna, og veitingahús. Þá er gert ráð fyrir vönduðum og sérstæðum byggingum af nokkrum stærðum til útleigu til ferðamanna. Gert er ráð fyrir að núverandi íbúðar- og útihús á jörðinni verði notuð áfram og nýtt fyrir starfsemi staðarins. Jafnvel að byggðar verði nýjar byggingar til viðbótar. Heildarbyggingarmagn á svæðinu verður um 8.9oo fermetrar.

Drög að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið hafa verið lögð fram og fara þau nú í hefðbundið ferli. Kunnugir segja að þetta geti orðið mikil lyftistöng fyrir bæði Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík, tvo staði sem eru aðeins í um 18 kílómetra fjarlægð frá hvor öðrum, en þeir hafa báðir átt erfitt uppdráttar.

Þetta mál er ekki síst athyglisvert í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga um kaup erlendra aðila á jörðum hérlendis. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í samtali við DV í dag að staða þessara mála væri óásættanleg og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þverpólitísk samstaða sé um að takmarka jarðakaup auðugra erlendra aðila hérlendis, enda sé ekki hægt að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband