fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur dýraverndunarsinnar stóðu fyrir mótmælum fyrir utan sláturhús SS á Selfossi um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík mótmæli fara fram en þau hafa yfirleitt vakið nokkra athygli. Samtökin sem standa fyrir mótmælunum, Reykjavík Animal Save, birta á Instagram mynd af þessu í gær. Í lýsingu segir að þessi hugrakki hópur hafi staðið fyrir utan sláturhúsið í mígandi rigningu.

https://www.instagram.com/p/Bz59q6WpXkB

„Akkúrat þegar við vorum að fara að pakka saman kom vörubíll með svín til slátrunar. Ég báðum bílstjórann að stoppa fyrir okkur en hann flautaði bara og keyrði fram hjá,“ segir í lýsingu. Á spjöldum mótmælenda stóðu slagorð svo sem: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“, „Saklaust svín, sekir menn“ og „Ég er skynvera, ekki hráefni“.

Líkt og fyrr segir fjallaði DV um sambærileg mótmæli árið 2016 en Aktívegan, samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis, stóðu fyrir þeim mótmælum. „Hvernig getið þið þetta. Hvernig sofnið þið á nóttunni drepandi dýr með köldu blóði. Morðingjar. Setjið ykkur í spor þeirra. Þið eruð að drepa þau. Þetta eru útrýmingarbúðir eins og í heimsstyrjöldinni. Þið eruð að drepa þau. Þið eruð að myrka saklausa einstaklinga. Til að græða á þeim peninga,“ hrópaði einn mótmælandi en myndband frá þeim mótmælum má sjá hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/aktivegan/videos/586792631508438/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“