fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Dýraverndunarsinnar mótmæltu á Selfossi: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur dýraverndunarsinnar stóðu fyrir mótmælum fyrir utan sláturhús SS á Selfossi um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík mótmæli fara fram en þau hafa yfirleitt vakið nokkra athygli. Samtökin sem standa fyrir mótmælunum, Reykjavík Animal Save, birta á Instagram mynd af þessu í gær. Í lýsingu segir að þessi hugrakki hópur hafi staðið fyrir utan sláturhúsið í mígandi rigningu.

https://www.instagram.com/p/Bz59q6WpXkB

„Akkúrat þegar við vorum að fara að pakka saman kom vörubíll með svín til slátrunar. Ég báðum bílstjórann að stoppa fyrir okkur en hann flautaði bara og keyrði fram hjá,“ segir í lýsingu. Á spjöldum mótmælenda stóðu slagorð svo sem: „Fangelsuð, nauðgað og afkvæmin drepin!“, „Saklaust svín, sekir menn“ og „Ég er skynvera, ekki hráefni“.

Líkt og fyrr segir fjallaði DV um sambærileg mótmæli árið 2016 en Aktívegan, samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis, stóðu fyrir þeim mótmælum. „Hvernig getið þið þetta. Hvernig sofnið þið á nóttunni drepandi dýr með köldu blóði. Morðingjar. Setjið ykkur í spor þeirra. Þið eruð að drepa þau. Þetta eru útrýmingarbúðir eins og í heimsstyrjöldinni. Þið eruð að drepa þau. Þið eruð að myrka saklausa einstaklinga. Til að græða á þeim peninga,“ hrópaði einn mótmælandi en myndband frá þeim mótmælum má sjá hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/aktivegan/videos/586792631508438/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin