fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt atvinnutilboð birtist á Facebook fyrir skömmu. Þar eru boðnar 10 þúsund krónur til þess aðila sem getur aðstoðað við að bjarga hamstri sem er fastur í klósettkassa.  Auglýsandi, og eigandi hamstursins, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir í samtali við DV að ekki sé um grín að ræða.

Auglýsingin er eftirfarandi: „Vantar manneskju til að ná hamstri út klósettkassa án þess að brjóta kassann. Hamsturinn er lifandi en virðist annað hvort ekki geta notað þá “stiga” sem við erum búin að reyna eða fílar þetta svo vel að hann vilji ekki koma. Þetta er upphengt klósett og hamsturinn er inni í veggkassanum. Einhver? 10.000 í boði. Nei ekki grín. Já er á höfuðborgarsvæðinu.“

Hamsturinn fær gjarnan að leita lausum hala inn á baðherbergi á meðan eigandinn gerir sig til á morgnanna. Taldi eigandinn að enginn leið væri fyrir hamsturinn að lenda í háska þar, en annað kom á daginn.

„Ég þríf baðherbergið á hverjum degi en vissi samt ekki að undir klósettinu er eitthvað gat. Þar tróð hann sér inn og gat einhvern veginn troðið sér inn í vegginn. Kræst er búin að reyna svo margt en hann er bara á vappi þarna inni.“
Eigandinn segir að öll ráð séu vel þeginn. Er á leið í byko að kaupa reipi og vona að hann geti klifrað þar upp.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“