fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Amazon eyðir 700 milljón dollurum í endurmenntun starfsmanna – Vélmenni taka yfir 20 milljónir framleiðslustarfa

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amazon tilkynnti í dag að fyrirtækið muni á næstu sex árum verja 700 milljón dollurum í að hjálpa til við að endurmennta þriðjung af starfsfólki sínu í Bandaríkjunum.

Endurmenntunin á að gera starfsfólkið hæfara til að aðlagast efnahagslífinu sem er sífellt tvístrað af sjálfvirkni og nýrri tækni. Hugmyndin er að hjálpa starfsfólki Amazon með að færast yfir í flóknari störf eða jafnvel nýjar stöður utan fyrirtækisins. Verkefnið verður aðgengilegt fyrir 100.000 starfsmenn fyrir árið 2025.

Starfsfólkið getur notað þjálfunina í að færa sig í nýjar stöður sem þeir gætu ekki gert án aukinnar þekkingar. Til dæmis gætu lagerstarfsmenn verið þjálfaðir í að taka að sér stöður í tæknideildinni og almennir starfsmenn gætu fengið þjáflun sem forritarar, jafnvel þó það sé enginn tæknilegur bakgrunnur til staðar.

„Á meðan að svona margir starfsmenn vilja byggja upp ferilinn sinn hér, þá nota aðrir starfið sem stökkpall yfir í önnur störf sem þeir sækjast eftir,“ segir Beth Galetti, yfirmaður mannauðsmála hjá Amazon.

„Við teljum að það sé mikilvægt að fjárfesta í starfsfólkinu okkar og hjálpa því að auka færni sína svo það geti búið til fleiri atvinnutækifæri fyrir sig.“ 

Kveikjan að þessu framtaki hjá Amazon er að vélmenni og gervigreind eru sífellt að taka við störfum af fólki. Það er talið að vélar muni taka yfir störf um 20 milljónir framleiðslustarfa í heiminum á næstu áratugum, samkvæmt nýlegri skýrslu frá Oxford Economics (https://www.oxfordeconomics.com). Það jafngildir um 8,5% af framleiðslustörfum á heimsvísu.

„Með þessu verkefni er Amazon að einbeita sér að því að opna nýja vegi í átt að þeim störfum sem munu halda áfram að vaxa á næstu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“