fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Einhverfusamtökunum vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar á Bylgjunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. júní 2019 07:38

Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverfusamtökin sendu í gærkvöld frá sér yfirlýsingu vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar á Bylgjunni fyrir helgi um orsakatengsl efnamengunar í fæðu og sjúkdóma. Þar tiltók Jakob meðal annars bráðaeinhverfu. Ummælin hafa vakið reiði foreldra barna með einhverfu. Jakob mun þarna hafa átt við meint mjög sjaldgæft tilfelli af einhverfu en ekki þau afbrigði einhverfu sem algeng og þekkt eru. Einhverfusamtökin hafna því hins vegar að til sé eitthvað sem kallast bráðaeinhverfa. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.

Viljum við hvetja alla aðila til að afla sér þekkingar um einhverfu. Á vefsíðu Einhverfusamtakanna er ýmsan fróðleik að finna www.einhverfa.is og í Bíó Paradís er verið að sýna nýja íslenska heimildarmynd um konur á einhverfurófi, myndina „Að sjá hið ósýnilega“.

Virðingarfyllst,

Olgeir Jón Þórisson formaður stjórnar Einhverfusamtakanna

Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“