fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 12:00

Samsett mynd: DV/Náttúrufræðistofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau skordýr sem hafast við í heitari löndum eru að færa sig norður á bóginn. Ég á von á því að moskítóflugur slæði sér hingað til lands fyrr eða síðar,“ segir Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur í Fréttablaðinu í dag.

Gísli segir í viðtalinu að um það bil 400 skordýrategundir hafi bæst við flóru Íslands á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. Gísli, sem er sérfræðingur í vatnaskordýrum, segir að til Íslands séu til dæmis komnar humlutegundir sem ekki voru hér áður.

„Það eru rauðhumla, garðhumla og húshumla til viðbótar við móhumluna sem var fyrir. Þetta eru allt hunangsflugur,“ segir hann og bætir við að geitungategundir hafi einnig bæst í hópinn.

„Holugeitungur var fyrsti geitungurinn í Reykjavík og nágrenni svona upp úr 1970. Núna eru geitungategundirnar orðnar sex, þetta verður fólk vart við, jafnvel óttast þetta,“ segir hann og bætir við að vatnaskordýrum fjölgi einnig. Dæmi um það er lúsmýið sem gert hefur mörgum Íslendingum lífið leitt á undanförnum vikum. Lúsmýið hafi upphaflega fundist í Kjósinni en síðan þá hafi dreift sér víða og segir Gísli að allt bendi til þess að það muni dreifa sér um allt land.

Með auknum lofthita, sem þó er sveiflukenndur, muni skordýrum fjölga. Nefnir Gísli moskítófluguna en Ísland er einn af fáum stöðum þar sem flugan hefur ekki náð fótfestu.

Þó að nýjar tegundir komi til Íslands segir Gísli að óþarfi sé að óttast að þær berist heim til fólks.

„Það eru alltaf að berast ný skordýr sem verða húsdýr, þau koma yfirleitt með matvöru. Sérstaklega mjöli og öðru slíku. Yfirleitt eru þessi skordýr ekki hættuleg. En það er allt í lagi að hafa varann á. Sumt er ekkert æskilegt að hafa í híbýlum sínum eins og kakkalakka, það kemur mikil lykt af þeim,“ segir hann og bætir við að þrjár tegundir kakkalakka séu orðnar landlægar hér á landi. Þær hafi þó takmarkaða útbreiðslu.

Í grein á Vísindavefnum um kakkalakka frá árinu 2006 kemur einmitt fram að þrjár tegundir hafi fundist hér á landi. Sagt er að þýski kakkalakkinn sé algengastur en ameríski kakkalakkinn og austurlenski kakkalakkinn hafi einnig fundist. Sá ameríski hafi yfirleitt tengst veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en austurlenski kakkalakkinn sé mun sjaldgæfari en hinar tegundirnar.

„Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hefur þá þurft að kalla til meindýraeyða til að eitra fyrir þeim,“ segir í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum