fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Margréti illa brugðið – Sjáðu myndina: „Þennan viðbjóð fann ég í gær í Laugardalnum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét nokkur greinir frá því innan Facebook-hóps íbúa Laugarneshverfis að hún hafi rekist á límmiða í Laugardalnum í gær sem á var letra rasískt slagorð. Boðskapur límmiðans var að þeir sem væru svartir eða brúnir á hörund ættu að hypja sig út bænum.

Margrét segir þetta ekki boðlegt. „Sjá límmiðann neðst til vinstri – þennan viðbjóð fann ég í gær í Laugardalnum. Ég reif þetta af og hvet ykkur til að hafa opin augu og gera það sama, því þetta er algjörlega óásættanlegt,“ skrifar Margrét og birt mynd sem má sjá hér fyrir neðan.

Í athugasemdum við færsluna er hún hvött til þess að láta lögreglu vita af þessu. „Þetta er auðvitað óþverraskapur og eiginlega bara hræðilegt í ljósi andrúmsloftsins í veröldinni. Eins gott að vera á varðbergi hafa augun opin og bregðast við m.a. með því að kalla lögreglu til,“ skrifar til að mynda ein kona.

Þetta er fjarri lagi í fyrsta skipti sem Reykvíkingar verða varir við veggspjöld eða límmiða með rasísku ívafi. DV greindi til að mynda frá því í fyrra að einhver hafi hengt veggspjald sem á stendur „It‘s OK to be white“, eða „Það er í lagi að vera hvítur“ á ruslafötu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”
Fréttir
Í gær

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás