fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Margréti illa brugðið – Sjáðu myndina: „Þennan viðbjóð fann ég í gær í Laugardalnum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét nokkur greinir frá því innan Facebook-hóps íbúa Laugarneshverfis að hún hafi rekist á límmiða í Laugardalnum í gær sem á var letra rasískt slagorð. Boðskapur límmiðans var að þeir sem væru svartir eða brúnir á hörund ættu að hypja sig út bænum.

Margrét segir þetta ekki boðlegt. „Sjá límmiðann neðst til vinstri – þennan viðbjóð fann ég í gær í Laugardalnum. Ég reif þetta af og hvet ykkur til að hafa opin augu og gera það sama, því þetta er algjörlega óásættanlegt,“ skrifar Margrét og birt mynd sem má sjá hér fyrir neðan.

Í athugasemdum við færsluna er hún hvött til þess að láta lögreglu vita af þessu. „Þetta er auðvitað óþverraskapur og eiginlega bara hræðilegt í ljósi andrúmsloftsins í veröldinni. Eins gott að vera á varðbergi hafa augun opin og bregðast við m.a. með því að kalla lögreglu til,“ skrifar til að mynda ein kona.

Þetta er fjarri lagi í fyrsta skipti sem Reykvíkingar verða varir við veggspjöld eða límmiða með rasísku ívafi. DV greindi til að mynda frá því í fyrra að einhver hafi hengt veggspjald sem á stendur „It‘s OK to be white“, eða „Það er í lagi að vera hvítur“ á ruslafötu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni