fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Áhuginn á Íslandi hefur ekki minnkað – en flugsætunum hefur fækkað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 15:44

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ekkert benda til þess að áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað. Samdrátturinn í ár sem virðist ætla að verða verulegur sé tilkominn vegna minna framboðs af flugsætum eftir fall WOW, en nokkurn tíma virðist ætla að taka fyrir önnur flugfélög að fylla í það skarð.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vefnum turisti.is. Þar kemur fram að ISAVIA birti á föstudag nýja spá þar sem reiknað er með að um 1,9 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki landið í ár eða um 400.000 færri en í fyrra. Skarphéðinn Berg telur að flugsætaframboð muni aukast aftur og í náinni framtíð muni því ferðamönnum hingað til lands fjölga á ný.

Í grein í Morgunblaðinu kemur fram að margir seljendur ferða og afþreyingar hér innanlands hafi enn ekki fundið að ráði, ef þá nokkuð, fyrir fækkuninni, en ferðamenn hingað til lands í maí voru um fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra. Í Moggagreininni er þeirri skoðun vísað á bug að hrun sé að eiga sér stað í ferðaþjónustunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar