Lyle Christansen er vestur-íslenskur bóndi í Utah sem hyggst stofna kannabisræktun á ættarbúgarði sínum. Lyle ræddi við FOX 13 sjónvarpstöðina nú á dögunum og kom þar fram að hann væri af íslenskum ættum.
Í viðtalinu lýsir Lyle íslenskum forfeðrum sínum sem „brauðryðjendum sem komu til lands tækifæranna“. Jörðin hefur gengið frá einni kynslóð til annarrar. Á bænum ræktar Lyle meðal annars bygg og alfalfaspírur sem hann selur síðan á Amazon.com undir vörumerkinu „The Viking Farmer“. Núna hyggst hann feta nýjar slóðir í ræktuninni.
Árlega veitir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Utah-fylkis 10 leyfi til bænda til að rækta maríjúana í lækningaskyni. Með því er reynt að tryggja að sjúklingar geti nálgast efnið á löglegan og auðveldan hatt.
Lyle hyggst sækja um slíkt leyfi og segist hann hafa mikla trú á ræktun af þessu tagi.
„Ég lít ekki á þetta sem dóp eða gras. Fyrir mér þetta er lyf. Þetta á eftir að hjálpa börnum með kljást við krampa og flog. Þetta á eftir að hjálpa systur minni sem er að ljúka lyfjameðferð við krabbameini. Krabbameinsjúklingar geta nýtt sér þetta, og sömuleiðis uppgjafahermenn sem þjást af áfallastreituröskun. Möguleikarnir eru óteljandi.“