fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Hjálmar: Hættið þessu væli, Íslendingar! „Við getum verið virkilega stolt af landinu okkar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er það í umræðu um landið okkar Ísland að það er eins og við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu gott land skaparinn hefur gefið okkur, svona hefst pistill Hjálmars Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, í Morgunblaðinu í dag. Þar minnir Hjálmar Íslendinga á að vera þakklátir fyrir auðlindir sínar, veðurfar og mannauð.

„Við kvörtum gjarnan og oft um kulda og rigningu eins og við gerum okkur enga grein fyrir því hvað hið svala loft er miklum mun heppilegra en sífelldir hitar sem geta jú verið góðir til þess að skreppa um stund í gott sólbað, en þegar til lengdar lætur geta þeir verið alveg óþolandi fyrir heilsu og skap þeirra sem slíkt þurfa að þola.“

Hjálmar þekkir mann sem býr á Íslandi en kemur frá suðlægu landi, sem varla þoldi við þegar hann heimsótti föðurlandið. Hann hreinlega saknaði svalans á Íslandi. Hjálmari finnst rigningin góð og hún sé nokkuð sem Íslendingar eigi að fagna, en ekki kvíða.

„Þannig að við skulum reyna að skoða málið af yfirvegun, sjá hve rigningn er okkur nauðsynleg og mátuleg fyrir afkomu okkar sjálfra og gróðurs í landinu. Kaldavatnslindir okkar um allt land, margar þjóðir þættust góðar ef þær gætu státað af því að eiga slík verðmæti af góðu drykkjarvatni nánast við hvert fórmál í fjöllum og dölum landsins.“

Ísland er lítil einangurð eyja sem þýði að búfjárstofnar okkar eru nokkuð verndaðir frá landlægum pestum sem herja á fé annars staðar í heiminum. Íslendingar geti því treyst afurðum íslenskra nátturu, hvort sem það er kjötið, mjólkin, kornið, eða jarðávextir.

„Þessi sérstaða landsins okkar, miklar vegalengdir til annara landa og að vera á mörkum heitra og kaldra hafstrauma, gerir það að verkum að við eigum einhver bestu fiskimið í veröldinni og getum séð umheiminum sem og okkur sjálfum fyrir ferskum og góðum fiskafurðum árið um kring.“

Eldfjallaeyjan Íslandi tryggir íslendingum mikið og gott heitt vatn til að hita bæði sundlaugar og heimili og raforkan okkar er vistvæn og græn.

„Þannig að við getum verið virkilega stolt af landinu okkar og því sem við erum að gera í þessu góða landi okkar.“

Það hversu frábært Ísland er leggur skyldur á herðar okkar Íslendinga að standa vörð um okkar ástkæra ylhýra og virða sameiginlegar auðlindir, bæði til lands og sjávar.

„Gleymum ekki okkar stærstu auðlind sem er fólkið í landinu, jafnt eldri kynslóðin sem yrkt hefur landið fram til þessa eða unga og duglega fólkið okkar sem hefur sýnt það úti í hinum stóra heimi að það er sterk og dugleg þjóð sem byggir þessa litlu norðlægu eyju við ysta haf.“

Íslendingar þurfa að standa saman og Hjálmar vonar að þingmenn Alþingis í framtíðinni muni búa yfir samkennd og styrk.

„Gleymum því aldrei að sameinið stöndum vér en sundruð föllum vér.

Biðjum þess að samkennd og styrkur verði ráðandi afl á hinu háa Alþingi okkar á komandi tímum og að þangað veljist fólk sem skilur hin mörgu og loknu mál sem hið virðulega þing okkar þarf að greiða úr.

„Áfram Ísland“.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann