fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi: „Ef ég finn þig ekki þá tek ég mömmu þína og lem hana“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 6. júní 2019 17:00

vestmannaeyjar, höfnin, höfn, bryggja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 18 mánaða fangelsi á mánudaginn fyrir ofbeldi, hótanir, húsbrot og fíkniefnalagabrot. Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum.

Manninum var gert að sök að hafa ráðist að öðrum með hamri í mars 2017.  Brotaþoli lýsti atvikum sem svo að ákærði hefði ruðst inn í íbúð hans á meðan hann svaf.

„Kvað brotaþoli ákræða  hafa verið ógnvekjandi og mjög reiðan þegar hann hafi komið inn í íbúðina með klaufhamar með tréskafti í hendi. Kvaðst brotaþoli hafa vaknað við það þegar ákærði hafi ruðst inn í íbúðina, ráðist að honum og slegið hann með hamri. “

Sama dag sendi ákærði ítrekað ógnvekjandi skilaboð til annars aðila, þar sem hann hótaði viðkomandi og móður hans. Hótanirnar eru tilgreindar í dóminum:

  • „Ég skal berja þig svo illa þegar ég næ í þig að ég trúi ekki að ég hafi bara farið og lamið þig þessa ógeðslegu feitu pussu þarna. Skilurðu ?
  • „Af því ég ætla fokking rústa þér þarna. Þú ert að tala við mig edrú núna og ég er að fara að drepa þig skiluru. Þú ert algjörlega búinn að vera.“
  • „Ég ætla bara að finna þig og ég ætla að misþyrma þér og ég vil að þú vitir það. Ef ég finn þig ekki þá tek ég mömmu þína og lem hana. Og það er alveg á hreinu og það er enginn að fara að stoppa mig og það er enginn að fara að breyta þessu neitt.“
  • „Ég skal sko lemja þig og ef ég finn þig ekki þá lem ég þessa helvítis kerlingu þarna.“

Næsta brot átti sér stað næstum ári síðar, en þá réðst ákærði í heimildarleysi inn í hús annars manns og veittist að honum.

„Hann hafi setið upp í rúmi heima hjá sér þegar ákærði hafi komið óboðinn og án heimildar inn í íbúðina og ráðist á sig, en umrætt sinn hafi brotaþoli verið einn heima. Íbúðin hafi verið ólæst og kvaðst  brotaþoli  ekki  hafa  tekið  eftir  ákærða  fyrr  en  hann  hafi  verið  sestur  á  rúmið.“

Ákærði sló húsráðanda ítrekað með krepptum hnefa og tók hann hálstaki. Þolandinn hlaut af áverka í andliti, glóðarauga, mar á brjósti og eymsli víða.

Síðan í mars á þessu ári endurtók ákærði leikinn og ruddist inn á heimili enn annars manns og barði hann í andlitið, sem og stal af honum fartölvu, hleðslutæki og hátalara.

Einnig var hann tekinn í Herjólfi með kannbis á sér, og eitt sinn tekinn með 48 sentimetra langt sverð.

Við ákvörðun refsingar rakti dómari langan brotaferil mannsins allt frá árinu 2012. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, ávana- og fíkniefnabrot. Í ljósi brotaferils þótti dómara ekki rétt að skilorðsbinda refsinguna að fullu eða að hluta. Til frádráttar kemur þó gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt síðan í mars síðastliðnum.

 

Sjá einnig: 

Stjórnlaus ofbeldismaður í Eyjum: Gómaður eftir að hafa barið þrjá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann