Erlendur ferðamaður var fluttur á Landspítalann um síðustu helgi eftir að hann steig ofan í leðjupytt og brenndi sig á fæti. Slysið átti sér stað við Engjahver.
Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn hafi verið við stuttmyndatöku ásamt leiðsögumanni, þegar sá fyrrnefndi gekk aftur á bak og lenti ofan i sjóðheitum pyttinum. Hann brenndist frá tám og upp að hné.
Björgunarsveit, lögreglan á Suðurnesjum og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað og var manninum komið eins fljótt og unnt reyndist undir læknishendur.