fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hljóp í burtu eftir að hafa velt bílnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 12:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fimmtugur karlmaður var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á dögunum eftir að hafa ekið bifreið sinni á ljósastaur og velt henni. Maðurinn hljóp síðan af vettvangi en lögregla fann hann fljótlega. Í skeyti sem lögregla sendi frá sér kemur fram að maðurinn sé grunaður um fíkniefnaakstur, vörslu fíkniefna en auk þess ók hann bifreiðinni sviptur ökuréttindum ævilangt. Loks fannst meint þýfi í bílnum.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum handtekið sex ökumenn sem grunaðir voru um vímuefnaakstur og var umræddur einstaklingur einn af þeim.

Annar ökumaður, erlendur karlmaður, framvísaði grunnfölsuðu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum. Honum er gert að gangast undir reglubundna tilkynningaskyldu á lögreglustöð næstu átta vikurnar .

Auk þessa voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og tveir til viðbótar óku á negldum hjólbörðum. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta óskoðuðum eða ótryggðum bifreiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann