Ökumaður sem átti aðild að umferðaróhappi fór af vettvangi með þrjú hjól undir bílnum. Var hann handtekinn skömmu síðar þar sem bíllinn hafði hafnað utan vegar. Málið er í rannsókn en atvikið átti sér stað í Hafnarfirði eða Garðabæ. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og einnig þetta:
Í hádeginu varð umferðarslys í Hafnarfirði þegar 15 ára drengur datt af vespu. Einhverjir áverkar eru á drengnum en ekki liggja fyrir upplýsingar um hve alvarlegir þeir eru.