fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska heilbrigðiskerfið kom Mary á óvart: „Ég hugsa um þetta í hvert einasta skiptið sem ég þarf að rífast við sjúkratryggingarnar mínar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og leikbrúðustjórnandinn Mary Robinette Kowal bjó hér á Íslandi í eitt og hálft ár og vann við gerð Latabæjarþáttanna vinsælu. Hún hefur vakið mikla athygli á Twitter eftir að hún lýsti reynslu sinni af íslenska heilbrigðiskerfinu.

Mary er núna í þeirri stöðu að vera að aðstoða skyldmenni við að rífast í sjúkratryggingunum í Bandaríkjunum. Lyf sem skyldmennið þarf lífsnauðsynlega á að halda var áður dekkað af tryggingunum, en það breyttist án fyrirvara. Nú stendur skyldmennið frammi fyrir því að ganga í gegnum fráhvarf sem getur orðið svo slæmt að hann þurfi að leggjast inn á sjúkrahús, eða borga tæpar 400 þúsund krónur fyrir tveggja vikna skammt.

„Var ég búin að minnast á að þetta skyldmenni mitt getur ekki gengið án lyfjanna? Var ég búin að minnast á að viðkomandi er á níræðisaldri?  Ætti ég kannski að minnast á að við þurftum líka að rífast í tryggingunum til að fá lyfin til að byrja með? Besta heilbrigðiskerfi í heimi, eða hitt þó heldur.“

Mary fann, sér til mikillar skelfingar, hnúð í brjóstinu á meðan hún bjó á Íslandi. Hún var ekki fyllilega kunnug staðháttum svo hún vissi ekki hvert hún gæti snúið sér. Hún vék sér þá að einum framleiðanda Latabæjar og spurði hann ráða.

„Farðu bara á Krabbameinsleitarstöðina,“ svaraði hann.  Þá spurði Mary hvar hún gæti eiginlega fengið tilvísun til að komast að hjá leitastöðinni.  Þetta kannaðist framleiðandinn ekki við. „Hvað er tilvísun?“ Hann gaf Mary svo upp númerið hjá Krabbameinsleitarstöðinni. Mary ákvað að hringja bara beint þangað og forvitnast um hvar hún gæti orðið sér út um tilvísun. Svarið sem hún fékk kom henni mikið á óvart. Hún þurfti enga tilvísun. Þetta gat ekki verið svona auðvelt. Það hlyti þá að vera vesen að fá bókaðan tíma. Starfsmaður leitastöðvarinnar svaraði þá:

„Tíma? Já við getum bókað á þig tíma ef þú ert þéttbókuð, annars geturðu bara komið hingað.“

Mary trúði ekki sínum eigin eyrum. „Þarf ég ekki að bóka tíma?“ spurði hún forviða.

„Þú fannst hnúð! Þú þekkir líkama þinn, er það ekki? Komdu bara.“

Eftir að Mary mætti á Krabbameinsleitarstöðina hélt íslenska heilbrigðiskerfið áfram að koma henni á óvart. Hún þurfti nánast ekkert að bíða eftir að komast í skoðun. Við þreifingu á brjóstinu fannst hnúðurinn sem Mary hafði fundið og vildi læknir senda hana í brjóstmynd.

„Ég bý mig undir að fá upplýsingar um hvernig ég bóka tíma í slíka myndatöku,“ skrifar Mary sem bjóst við að þurfa að fara heim og mæta aftur síðar í myndatöku. Læknirinn hins vegar bað hana að elta sig í annað herbergi þar sem henni var skellt í myndatöku og í kjölfarið var brjóstið ómskoðað. Síðan var Mary vísað fram á biðstofu þar sem hún átti að bíða eftir lækninum. Eftir örskamma bið kom læknirinn og greindi Mary frá því að hnúðurinn væri aðeins saklaust kýli og ekkert til að hafa áhyggjur af.

„Fjörutíu og fimm mínútum eftir að steig inn á leitarstöðina og 300 krónum fátækari, hafði ég fengið svar.

Í Bandaríkjunum hefði þetta tekið tvær vikur og þrjár mismunandi heimsóknir til að greina.

Ég hugsa um þetta í hvert einasta skiptið sem ég þarf að rífast við sjúkratryggingarnar mínar hér í Bandaríkjunum.“

Tístið  hefur vakið mikla athygli og tæplega 60 þúsund manns hafa líkað við færsluna.  Til samanburðar benti annar Tístari á sambærilega reynslu, nema í Bandaríkjunum. Hún fann hnúð en mátti bíða í þrjá mánuði bara eftir að komast að í skoðun hjá lækni. Það fylgir ekki sögunni hvað ferlið tók langan tíma eftir það.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann