fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Instagram-stjarnan segir Íslendinga hafa ráðist á sig – „Ég held að það séuð þið sem eruð skepnur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska Instagram-stjarnan Alexander Tikhomirov, sem deildi mynd af sér við bíl sem hann hafði ekið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn, hefur birt málsvörn á Instagram-síðu sinni. Hann fullyrðir að Íslendingar hafi veist að sér og kastað plastflöskum í hann.

Tikhomirov hefur ríflega 300 þúsund fylgjendur á Instagram, þar sem hann deildi myndinni. Ótal Íslendinga hafa þar hraunað yfir Tikhomirov og segja honum til syndanna.

Skjáskot af málsvörn hans má sjá hér fyrir neðan en þar ber hann fyrir sig að enginn hafi sagt sér að það væri bannað að keyra utan vegar á Íslandi. Hann hafi ekki séð nein skilti og hjólför hafi bent til þess að það væri keyrt á þessu svæði.

Tikhomirov segist hafa lent upp á kant við lögregluna, bílaleiguna og landeigendur. Hann segist hafa nú þegar borgað 5000 dollara í sekt og segir „þá“ vilja meira. Það vekur helst athygli að hann segir að innfæddir hafi þekkt sig og kastað plastflöskum í bíl hans. „Plast er örugglega betra fyrir náttúruna, að þeirra mati. Haldið þið að ég sé skepna? Ég held að það séuð þið sem eruð skepnur, þið sem óskið mér dauð í flugunni og álíka,“ segir Tikhomirov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann