fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Óásættanlegt ástand á landsbyggðinni – Ár síðan óskað var eftir úrbótum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. júní 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) stendur  með öllum lögreglumönnum á landinu í baráttu þeirra fyrir bættum starfsskilyrðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla rétt í þessu.

Í yfirlýsingu tekur LFE fram að félagið hafi gagnrýnt í ályktun aðalfundar í febrúar á síðasta ári að aðeins einn sérsveitamaður sé starfandi á Akureyri og óskuðu eftir úrbótum.

„Enn fremur vill LFE benda á þá staðreynd að einungis einn sérsveitarmaður úr sérsveit ríkislögreglustjóra er við störf á starfssvæði LSNE en fyrir fáeinum árum voru þeir fjórir skv. ákvörðun dómsmálaráðherra frá því árið 2005.  Fundinum er ekki annað ljóst en að ákvörðun ráðherra um fjölda sérsveitarmanna hér, sé óbreytt. Fundurinn telur þetta ástand ekki á neinn hátt ásættanlegt og óskar eftir því við stjórnvöld að við þessu verði brugðist hið snarasta og bætt úr.“

Vill stjórn LFE einnig benda á að í athugasemdum við löggæsluáætlun sem Dómsmálaráðuneytið gaf út núna fyrir skömmu sé sérstaklega minnst á að verulegra úrbóta sé þörf svo lögregla á landsbyggðinni hafi geti til að sinna atburðum þar sem vopn komi við sögu. Vegna þessa sé öryggi víðast hvar á landsbyggðinni ekki hið sama og í höfuðborginni. Í athugasemdum við löggæsluáætlun segir:

„Frá árinu 2014 liggur fyrir greining ríkislögreglustjóra á viðbúnaðargetu lögreglu vegna vopnamála, þ.e. getu til að bregðast hratt við í þeim tilvikum sem einstaklingar bera eða eru taldir bera vopn og ógna umhverfi sínu. Þar kemur fram að áhætta með tilliti til viðbúnaðargetu lögreglunnar er mikil eða gífurleg (rauð og svört áhætta) um land allt. Þessi greining gefur til kynna að verulegra úrbóta er þörf þegar horft er til getu lögreglu á landsbyggðinni til að sinna atburðum þar sem vopn koma við sögu og af því leiðir að öryggi víðast hvar á landsbyggðinni telst ekki hið sama og í höfuðborginni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann