fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Óvenjulegt boðskort í útför Erlendínu: „Ég veit að mamma vildi hafa þetta svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 31. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru velkomnir í útför Erlendínu Kristjánsson en fólk er beðið um að mæta í litríkum fötum – ekki dökkum sorgarklæðnaði. „Ég veit að mamma vildi hafa þetta svona,“ segir Elizabeth Tinna Arnardóttir, en hún er eftirlifandi dóttir Erlendínu Kristjánsson sem lést eftir tveggja ára baráttu við krabbamein þann 25. maí.

Það kom okkur á DV í opna skjöldu hvað frétt okkar um andlát Erlendínu á mánudag var mikið lesin. Sjálf segir Elizabeth að samúðarkveðjur hafi flætt yfir hana í kjölfar fréttarinnar. Hún er gífurlega þakklát fyrir þann hlýhug sem lesendur DV hafa sýnt henni og fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Erlendína, sem fannst í æsku óþægilegt að bera svo framandlegt nafn, var dóttir Hilmars Kristjánssonar, athafnamanns og konsúls Íslands í Suður-Afríku. Móðir Erlendínu var Aletta Maira Henning og hún var s-afrísk, nánar tiltekið Búi.

Erlendína flutti til Íslands árið 1992, þá 23 ára gömul. Hún kunni varla stakt orð í íslensku á þeim tíma en náði með hörku, áhuga og iðjusemi góðum tökum á tungumálinu. „Þar skipti sköpum að hún var svo frökk að tala, það hjálpaði mikið hvað hún var ófeimin í öllum samskiptum,“ segir Guðmundur Edgarsson, eftirlifandi sambýlismaður Erlendínu.

Óvenjulegt boðskort

Elizabeth, sem er aðeins 21 árs að aldri, skipuleggur útförina. Hún á eldri bróður sem er 23 ára en yngsta barn Erlendínu er 9 ára stúlka. Í boðskortinu segir:

„Boð í útför – Okkar ástkæra Erlendína Kristjánsson lést 25. maí. Útför hennar fer framhjá Grafarvogskirkju mánudaginn 3. Júní klukkan 15:00.

Ástvinir óska eftir því að kirkjugestir mæti í litríkum klæðnaði.“

Erlendína var aðjúnkt við Háskóla Íslands og kenndi einnig við Háskólann í Reykjavík. Hún gaf sig mjög að skautaíþróttinni og var í stjórn Skautasambands Íslands og skautafélagsins Björninn. Hún þjálfaði í því félagi og þjálfaði einnig hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Erlendína var mikil íþróttakona og keppti í allskonar íþróttum frá unga aldri. Skautaþjálfunarferilinn hóf hún þegar í S-Afríku.

„Það voru svo margir sem þekktu mömmu og minnast hennar fallega. Hún þjálfaði í báðum skautafélögunum, kenndi í HÍ og HR og svo var hún með fjölmörg námskeið í fyrirtækjum. Ég veit að hún vildi ekki að sorgin væri allsráðandi við útförina, hún vildi frekar að fólk kæmi til að fagna lífinu fremur en að harma dauða hennar. Við búumst við yfir 500 manns í útförina,“ segir Elizabeth.

Vissi að hún myndi ekki lifa út árið

Erlendína kvaddi þennan heim á besta aldri en hún fagnaði fimmtugsafmæli þann 18. febrúar. „Hún hélt glæsilega veislu við þetta tækifæri,“ segir Guðmundur. Hann er sjálfur með meistaragráðu í enskum málvísindum og er við það að ljúka doktorsprófi. Hann er auk þess með bakgrunn í stærðfræði. Hefur Guðmundur, líkt og Erlendína, fengist mikið við kennslu.

Að sögn sambýlismannsins Guðmundar var Erlendína ófeimin við að segja ástvinum sínum í hvert stefndi. „Hún gerði sér grein því að hún myndi líklega ekki lifa út árið. En engu að síður vonaðist hún eftir því að lifa sem lengst og barðist af öllum mætti við sjúkdóminn,“ segir Guðmundur.

Erlendína lifði innihaldsríku og gefandi lífi en lést fyrir aldur fram. „Hún vann eiginlega fram í andlátið. Ég var að fara með ritgerðir til hennar bara nokkrum dögum áður en hún lést, en þessi síðasti ritgerðaskammtur varð þó síðan að fara í hendur annars kennara,“ segir Guðmundur.

DV ítrekar samúðarkveðjur til fjölskyldu Erlendínu og þakkar lesendum fyrir góð og falleg viðbrögð við fréttum um andlát hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK