fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Norðmenn hryggir yfir dýraníði íslensku sjómannanna: „Sleppa honum út í vísan dauðann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku sjómennirnir, sem skáru sporð af hákarli og birtu af því myndband á samfélagsmiðlum, hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Norski fjölmiðillinn VG birti myndbandið og greindi frá því að sjómennirnir þrír hefðu verið reknir. VG ræddi við sjávarlíffræðinginn Fredrik Myhre sem sagði myndbandið  hryggja hann mikið, en það sé mikilvægt að vekja athygli á málinu, öðrum víti til varnaðar.

„Ég verð alveg ótrúlega hryggur þegar ég sé svona heimskulegar meðhöndlun. Hér má sjá sjómenn sem hafa fengið hákarl á línuna hjá sér og í stað þess að frelsa hann og sleppa honum aftur í hafið þar sem  hann gæti lifað í nokkur ár til viðbótar, þá skera þeir af honum sporðinn og sleppa honum út í vísan dauðann.  Þetta er gífurlega sársaukafullt fyrir fiskinn, svo ekki sé minnst á að þetta er meiriháttar umhverfisbrot og dýraníð. Það er ótrúlega mikilvægt að vekja athygli á svona málum. Ef fólk veit ekki af svona hátterni þá getum við ekki þrýst á þá sem stunda svona heimskulegt athæfi.“

VG tók fram að myndbandið hefði sprengt upp samfélagsmiðla hér á landi og að nú sé til skoðunar hjá íslenskum yfirvöldum að beita sjómennina þrjá viðurlögum vegna athæfisins.

„Íslensk yfirvöld íhuga núna hvort tilkynna eigi málið til lögreglu eða  hvort viðkomandi menn verði kærðir. Samkvæmt Vísi hafa sjómennirnir ekki tjáð sig um myndbandið eftir birtingu þess.“

Nú þegar þessi frétt er skrifuð hafa tæplega 50 þúsund manns horft á frétt VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness