fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri: Hælisleitendur þykjast vera hommar – Sagðir áreita konur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2019 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kerfisfræðingar“ á vegum erlendra glæpasamtaka nýta sér íslenska velferðarkerfið í auðgunarskyni. Til eru dæmi um að leiðtogi slíkra samtaka hérlendis hafi sent tugi milljóna króna, fengna með ólögmætum hætti, en samtímis var hann að þiggja fjárhagslegan stuðning frá íslenska ríkinu. Eins séu til dæmi um að  hælisleitendur frá íslömsku ríki hafi sótt um hæli á íslandi vegna samkynhneigðar, en síðar verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi í kafla sem nefnist Skipulögð misnotkun erlendra afbrotahópa á opinberri þjónustu og kerfum.

Misnota velferðarkerfið

Í skýrslunni segir að það þekkist á Norðurlöndum sem og víðar í Evrópu að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustu og kerfi. Þetta sé liður í skipulagðri brotastarfsemi þeirra.

„Þetta á við um bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og margvíslega félagslega aðstoð sem þeim stendur til boða.“

Starfsemi þessi valdi margvíslegum skaða og sé líkleg til að draga úr skilvirkni opinberra þjónustu og bitni á þeim sem raunverulega þurfi á aðstoð að halda.

„Slík misnotkun opinberrar þjónustu af hálfu erlendra brotahópa getur skaðað innflytjendur og réttmæta umsækjendur um alþjóðlega vernd verði misnotkunin nýtt í áróðursskyni gegn þessum hópum.“

Brotastarfsemin á Íslandi að aukast að stærð og styrk

Slík brotastarfsemi tíðkast einnig á Íslandi og nýta glæpamenn sér glufur og brotalamir íslenska kerfisins í auðgunarskyni. Þessi starfsemi tengist einnig mansali, en það sé þekkt að glæpasamtök komi hingað til lands einstaklingum sem sækja um alþjóðlega vernd en þurfi svo að borga samtökunum peninga, eða greiða hluta launa sinna til þeirra.

„Í einhverjum tilvikum eru tengiliðir hér á landi sem þekkja staðhætti og móttökukerfi og veita einstaklingum og jafnvel hópum aðstoð.“

Erfitt er að meta svo öruggt sé stærð og fjölda slíkrar afbrotahópa á Íslandi en Ríkislögreglustjóri fullyrðið þó að slík starfsemi sé að aukast, bæði að stærð og styrk. Margir þessa hópa komi frá Austur-Evrópu, nánar tilgreind löndum á borð við Pólland, Litháen, Rúmeníu og Albaníu. Lögregla veit um þrjá hópa manna sem allir koma frá sama ríkinu.  Starfsemi hópanna er skipulögð, víðfeðm og ábatasöm. Telur lögregla að allt að 50 manns tengist þessari starfsemi, en þó setja þeir fram þá tölu með þeim fyrirvara að einhverjir þeirra aðilar geti verið fórnarlömb nauðungar eða vinnumansals.

Sóttu um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar, voru síðan kærðir fyrir að áreita konur

Eins og áður er tekið fram segir í skýrslu að þessi brotastarfsemi geti falist í því að misnota hælisumsóknir. Segir í skýrslu:

„Rannsóknir lögreglu leiða í ljós að einstaklingum sem tengjast þessum þremur hópum hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi, m.a. á grundvelli kynhneigðar. Nokkrir þessarar karlmanna frá íslömsku ríki hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi.“

Starfsemi hópanna getur verið afar arðbær og segir í skýrslunni:

„Leiðtogi eins hópsins hefur á síðustu misserum sent tugi milljóna úr landi. Sami maður hefur þegið félagslega aðstoð af margvíslegu tagi, þ.á.m. fjárhagsaðstoð á sama tíma.“

Kerfisfræðingar leika á kerfið

Innan hópanna starfa „kerfisfræðingar“, eða einstaklingar sem hafa mikla þekkingu á velferðarkerfinu, kerfi opinberrar þjónustu og félagsaðstoðar, hér á landi.

„Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að innan hópa þessara sé að finna réttnefnda „kerfisfræðinga“; einstaklinga sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kerfum opinberrar þjónustu og félagsaðstoðar hér á landi. Hátt flækjustig innan opinberra kerfa á Íslandi nýta þessir menn til fullnustu, m.a. með fölsuðum skilríkjum og fjölda tilbúinna nafna. Með þessu móti getur það kostað mikla vinnu að afla grundvallaupplýsinga um viðkomandi svo sem rétt nafn, fæðingarstað og þess háttar.“

Lögreglu er einnig kunnugt um að þessir hópar misnoti skipulega móttökukerfi og félagslega aðstoð sem er starfrækt hér á landi, aðstoð sem réttilega ætti að fara til þeirra sem eru í raunverulegri neyð.

Gagnrýnir skýrsluna

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar og áður stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna, gagnrýnir skýrsluna í færslu á Twitter. Hann segir það óskiljanlegt hvaða tilgangi það þjóni að gefa til kynna að umsækjendur um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar, séu að misnota kerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness