fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Kristinn ósáttur – Bensínsalan tekin af North West í Víðigerði – „Það var dreift ósannindum um okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Bjarnason, veitingamaður hjá North West í Víðigerði í Húnavatnssýslu, er ósáttur eftir að bensínsalan var höfð af rekstri hans og færð yfir til félagsheimilisins í Víðihlíð.  Aðallega er hann ósáttur við á hvaða forsendum það var gert. Kristinn telur ákvörðunina hafa verið byggða á ósannindum sem dreift var um rekstraraðila North West. Af þeim sökum hefur hann skrifað nokkuð ítarlegan pistil og dreift til íbúa á svæðinu – svo þeir fari ekki í grafgötur með afstöðu hans í málinu og hvernig það er vaxið frá hans sjónarhóli.

„Við viljum engin persónuleg læti en það hvernig staðið var að flutningi N1 þarna yfir til félagsheimilisins þykir mér gagnrýnisvert. N1 hélt okkur úti í kuldanum og síðan voru okkur lögð orð í munn. Ákveðnum tilbúningi var dreift um okkur í Húnaþingi vestra, þess efnis að við vildum losna við bensínsöluna. Þetta var sagt við sveitunguna hér, að við vildum losna við þetta en það er bara alls ekki satt. Þess vegna vildum við að það fólk hér á svæðinu fengi að vita hvernig raunveruleg er í pottinn búið með þetta,“ segir Kristinn í samtali við DV.

„Já, það var dreift ósannindum um okkur,“ segir hann aðspurður. „Það var sagt að við vildum losna við bensínið og þess vegna væri húsnefndin í Víðihlíð, kvenfélag og önnur félög og sveitarfélagið sjálft að sameinast um að taka bensínsöluna af okkur. Í sjálfu sér er ekkert að því að N1 leiti annað og við ætlum klárlega að vera með eldsneytissölu hérna áfram. En hvernig þetta kom til þykir okkur ekki alveg réttmætt og við viljum að minnsta kosti að sveitungar okkar hér viti hið sanna í málinu. Svo skilst mér að það eigi líka að hefjast einhver veitingarekstur þarna.“

Yfirvöld og félög á staðnum virðast því komin í harða samkeppni við fjölskylduna sem hefur verið að byggja upp rekstur í Víðigerði hörðum höndum síðustu ár.

N1 dró lengi lappirnar – Ekki sama Jón og séra Jón

Kristinn og fjölskylda tóku við rekstri Víðigerðis í Húnaþingi vesta í lok sumars 2012 og hafa síðan hægt og rólega verið að byggja staðinn upp, undir heitinu North West Hotel & Restaurant. Víðigerði, sem var áður fræg vegasjoppa, hafði grotnað niður og varð gjaldþrota. Kristni, sem kemur að sunnan, þykir anda nokkuð köldu frá aðilum í nærsamfélaginu og hefur nú skrifað þennan ítarlega pistil þar sem hann fer yfir málið. Þar kemur meðal annars fram að Kristinn hafi árangurslaust reynt að fá N1 í lið með sér varðandi að bæta aðbúnað í bensínsölunni en þar hafi allur búnaður verið úr sér genginn og N1 lítið hirt um samstarfið:

Ég ætla aðeins að fá að rugga bátnum, á eins málefnalegan hátt og ég er fær um og án þess að beina spjótum mínum of mikið í eina átt.

Það er þannig að ég og fjölskylda mín erum eigendur og rekstraraðilar á North West í Víðigerði. Við komum hingað í lok sumars 2012 og tókum við rekstri sem var í molum og húsum sem varla voru nothæf. Við höfum lagt MJÖG hart að okkur í mörg ár við að byggja upp orðspor, bæta gæði og gera upp húsin með þá stefnu að leiðarljósi að gera þetta að heilsársrekstri sem getur borið sig og teljum við okkur loksins komin á þann stað og er stefnan sett á heilsársrekstur héðan í frá.

Það eru ákveðnar heilsársstoðir í þessum rekstri sem gera okkur kleift að stefna að þessu. Þar á meðal er eldsneytisala og matarsala til flutningabílstjóra.

N1 var hér á planinu þegar við tókum við staðnum. Allur þeirra búnaður er löngu úr sér genginn og höfum við reynt árangurslaust lengi vel að fá þá í lið með okkur að bæta þessi mál og sinna skyldu sinni gagnvart bæði okkur, viðskiptavinum og heilbrigðiseftirlitinu. Samningaviðræður hófust loksins fyrir alvöru á síðasta ári og var okkar von að þá kæmust þessi mál í betra horf.

Ég hef haft veður af því, að því hafi verið haldið fram að við fjölskyldan vildum losna við eldsneytissöluna af planinu hjá okkur. Þetta er lygi til einhverskonar réttlætingar á því sem raunverulega gerðist.

Þessum aðilum tókst að sannfæra kvenfélagið, ungmennafélagið og sveitastjórn Húnaþings – Vestra sem öll eru eigendur að Víðihlíð um að við fjölskyldan vildum ekki hafa eldsneytisölu hjá okkur lengur og möguleiki væri á að hafa af okkur eldsneytisstöðina yfir á planið hjá Víðihlíð. Þetta var samþykkt af aðildarfélögum og Sveitastjórn. Sveitastjórn breytti síðan deiliskipulagi í takt við það. Svona var samningsstaða okkar gagnvart N1 veikt það mikið að ekki var aftur snúið.

Ég vil vekja athygli á því að allt þetta gerðist án þess að nokkur hefði samband við okkur. Það kom aldrei símtal frá ráðhúsinu á Hvammstanga þar sem spurt var hvort eitthvað væri til í þessu, að við vildum losna við eldsneytissöluna. Það var bara gleypt við ódýrum orðum sem glumdu í tómri tunnu, og sú tunna glymur hátt.

Ekki nóg með það að vera búin að hafa af okkur eldsneytissöluna heldur hefur nú aðstaða flutningabílstjóra til að skipta vögnum á þessum reit verið minnkuð til muna og hafa bílstjórar tjáð okkur það að við munum ekki endilega sjá þá í eins miklu magni þegar margir eru á ferð, vegna plássleysis.

Síðan er það nýjasta sem ég heyri að uppi séu hugmyndir um það að opna þarna einhverskonar veitingasölu. Það væri vel í takt við atburðarás síðustu mánaða.

Ég hef heyrt að almenn ánægja hafi ríkt um þetta á alls kyns fundum sem haldnir hafa verið í Víðihlíð og verð ég að segja að það stingur aðeins eftir alla vinnuna sem maður er búinn að leggja í þennan stað. Ég leyfi mér að halda það að ef vegið væri á slíkan hátt gegn öðrum rekstraraðilum hér á svæðinu þá myndu heyrast háværar raddir sem gætu togað í réttu strengina og að annar eins framgangur yrði stöðvaður með því sama.

Það er nefnilega ekki alltaf sama hvort það er Jón eða Séra Jón.

Við fjölskyldan erum sár yfir þessu öllu saman og viljum að okkar afstaða í þessu máli sé skýr og þess vegna birti ég þetta hérna með von um að það dreifist sem víðast

Kveðja
Kristinn Bjarnason.

North West – Víðigerði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK