fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Með rassinn út um gluggann: „En þetta var ekki það sem það leit út fyrir að vera“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar liðka fyrir samskiptum og geta gert þau greiðfærari en við áttum áður að venjast.  Jafnvel of greiðfær gætu sumir sagt. Svo les maður frásögn á borð við þá sem lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu deildi á Facebook síðu sinni rétt í þessu, og þá getur maður lítið annað en þakkað fyrir samfélagsmiðlanna.

Kona sendi lögreglu skilaboð í gegnum Facebook, en hún hafði áhyggjur af því að þeim hefði borist tilkynning um grunsamlegt athæfi hennar.

Ég vildi bara láta ykkur vita, ef ske kynni að fengjuð tilkynningu um innbrot í hús við […] , að ég húsmóðirin á heimilinu, læsti mig úti og brá á það ráð að skrúfa gluggafestinguna upp með bíllyklinum mínum og klifra inn um gluggann. 

Ekki furða á að hún hefði samband við lögreglu, enda hefði þetta líklega komið vitnum spánskt fyrir sjónir og efalaust litið út eins og innbrot. En raunum konunnar var ekki lokið.

Ég var svo óheppin að rassinn skorðaðist í glugganum og ég var föst þarna í dágóða stund. Ég hef smá áhyggjur af því að gangandi vegfarendur kunni að hafa séð til mín með rassinn út um gluggann og tilkynnt herlegheitin.
En þetta var ekki það sem það leit út fyrir að vera.

Konan losnaði þó að lokum og sagan fékk farsælan endi. 


Það má segja að þetta hafi verið árangursríkt innbrot þrátt fyrir að það hafi gengið brösuglega. Ég komst óslösuð frá þessu öllu saman, náði að grípa veskið mitt og láta mig hverfa, allt áður en lögregla mætti á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp