fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Morðið í Mehamn – „Sársaukinn er ólýsanlegur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 07:45

Mehamn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina var Gísli Þór Þórarinsson, fertugur Íslendingur, skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörku nyrst í Noregi á laugardaginn. Hálfbróðir hans er grunaður um verknaðinn. Hann er í haldi ásamt öðrum Íslendingi sem er talinn tengjast málinu.

Málið hefur vakið mikinn óhug og er óhætt að segja að íbúar í Mehamn séu harmi slegnir. Samfélagið er lítið en tæplega 800 manns búa í bænum. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Heiðu B. Þórðardóttur, systur Gísla, að þau hafi verið mjög náin og hafi rætt daglega saman vikuna fyrir morðið. Hún sagði það hafa verið mikið áfall þegar lögreglan tilkynnti henni að Gísli væri látinn.

„Sársaukinn er ólýsanlegur.“

Sagði hún.

Hálfbróðir Gísla, sem er 35 ára, skrifaði færslu á Facebooksíðu sína skömmu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst hann afsökunar á „svívirðilegum glæp“, ekki hafi verið ætlunin að hleypa af byssunni. Hann bað síðan sína nánustu að fyrirgefa sér.

Eins og DV skýrði frá í gær þá hafði hinn grunaði haft í hótunum við Gísla og hafði honum verið gert að sæta nálgunarbanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu