fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Óhugnanlegt atvik á Tenerife: Íslenskir feðgar þakklátir fyrir að vera á lífi – Svali kom til hjálpar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir feðgar, faðir og fimmtán ára sonur hans, lentu í heldur óhugnanlegu atviki á Tenerife nýlega þegar þeim var byrlað ólyfjan og þeir rændir. Í nýjasta tölublaði Mannlífs er rætt við föðurinn en hann vildi ekki koma fram undir nafni af tillitssemi við son sinn.

Á dögunum sagði Hún.is frá umræddu atviki og fjallaði DV um málið í kjölfarið. Á þeim tíma vildu feðgarnir ekki ræða málið en staðfestu þó að þeir hefðu orðið fyrir hryllilegri reynslu.

Í viðtalinu við Mannlíf segir faðirinn að þetta hafi verið ósköp venjulegur dagur þegar þeir feðgar ákváðu að tylla sér á matsölustað eftir að hafa verið á ströndinni. Þeir gengu eftir götu sem heitir Veronicas en þar eru meðal annars skemmtistaðir og matsölustaðir. Feðgarnir pöntuðu sér gosdrykki og keyptu gleraugu af götusala beint fyrir framan staðinn. Svo settust þeir og fengu sér sopa af drykkjunum en þá má segja að matröðin hafi byrjað fyrir alvöru.

„Þegar við höfðum fengið okkur sopa af drykkjunum þá munum við ekki eftir að hafa lagt glösin aftur niður og það verður bara allt svart í minninu. Við munum þó báðir eftir fjólubláu ljósi þar sem við liggjum á dýnum,“ segir hann og bætir við að hvorugur þeirra feðga hafi getað hreyft legg né lið.

Um fjórar klukkustundir liðu þar til feðgarnir komust aftur til meðvitundar en þá hafði þeim verið komið fyrir bakvið ruslagám. Búið var að taka af þeim um 80 þúsund krónur í peningum, greiðslukort og síma. Eðlilega voru feðgarnir ringlaðir þegar þeir komust til meðvitundar.

Lögregla var kölluð á vettvang en á sjúkrahúsi var staðfest með blóðprufu að feðgunum hafði verið byrlað ólyfjan. Lögregla taldi að feðgunum hafi verið byrlað eitur sem heitir burundanga, sem einnig er stundum kallað „Andardráttur djöfulsins“. Segir faðirinn að lögregla hafi tekið málið alvarlega.

Faðirinn segir að Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, og Halla Birgisdóttir, fararstjórar hjá VITA, hafi reynst feðgunum vel og komið þeim til aðstoðar eftir atvikið. Í samtali við Mannlíf hefur Sigvaldi eftir lögreglu að árásir af þessu tagi séu ekki óalgengar á umræddu svæði en hann hafi þó ekki heyrt af samskonar árásum á Íslendinga. „Lögreglu þótti mjög líklegt að árásin á feðgana tengdist rúmensku mafíunni,“ segir hann.

Nýjasta tölublað Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum