fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Eiginmaður með hníf á lofti: Lét sig hverfa áður en lögregla kom

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 08:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi um að farið hefði verið inn í búningsklefa íþróttahúss í hverfi 108 og ýmsu lauslegu stolið; kortum, veskjum og símum til dæmis. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu í hvaða íþróttahúsi þjófnaðurinn átti sér stað en málið er í rannsókn.

Lögregla fékk svo tvær tilkynningar um heimilisófrið með skömmu millibili í gærkvöldi. Í Árbæ var tilkynnt um ófrið í heimahúsi og að eiginmaðurinn væri með hníf á lofti. Hann lét sig hverfa þegar hann komst að því að lögregla væri á leiðinni. Málið er í rannsókn. Þá var tilkynnt um heimilisófrið í Mosfellsbæ en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Talsvert var um ölvun í höfuðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás og eignaspjöll í Hlíðunum. Þar var maður handtekinn vegna gruns um árásina og vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað um meiðsl þess sem fyrir árásinni varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg