fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Kidda Svarfdal segir íslenska feðga hafa lent í „andardrætti djöfulsins“ á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kidda Svarfdal, ritstjóri Hún.is, birtir fyrr í dag frétt þar sem Íslendingar eru varaðir við „andardrætti djöfulsins“. Samkvæmt henni lentu íslenskir feðgar í þessu efni á dögunum á Tenerife en að hennar sögn getur þetta efni látið menn haga sér eins og uppvakninga.

„Það eru til sögur af fólki sem lendir í því að þessu efni er blásið í andlit þess eða þeim er rétt nafnspjald sem er búið að dýfa í efnið. Það veldur því að fórnarlambið fer í einhverskonar „zombie“ ástand, þar sem það getur ekki stjórnað gjörðum sínum, líffærum þeirra stolið, bankareikningar þeirra tæmdir, þeim nauðgað og hótelherbergi tæmd. Í of stórum skömmtum er þetta banvænt!,” segir í greininni.

Kidda segir svo Íslendinga hafa lent í þessu efni. „Þeir vildu ekki tjá sig um þetta við okkur en staðfestu að þeir hefðu orðið fyrir hryllilegri reynslu,“ segir í greininni.

Raunveruleg hætta á ferðum?

„Andardráttur djöfulsins“ heitir réttu nafni hyoscine eða scopolamine og er vel þekkt efni. Það er mikið notað sem lyf við ógleði eftir aðgerð og ferðaveiki líkt og bílveiki eða sjóveiki.

Aukaverkanir sem fylgja hysoscine eru: þreyta, óljós sjón og munnþurrkur. Sérfræðingar telja ólíklegt að efnið geti látið fólk missa sjálfstjórn og fara í „zombie“ ástandið sem Kidda skrifar um. Þeir segja ansi hæpið að efnið eigi stóran þátt í glæpum líkt og gjarnan er fullyrt.

Þar að auki er ekki auðvelt að nálgast hysoscine þar sem lítill markaður er fyrir því á götunni og lyfjafyrirtæki ólíkleg að veita almenningi það, segja sérfræðingar.

Efnið getur þó gert einstaklinga dasaða ef það er gefið í mjög miklu magni. En samkvæmt sögunum sem eru að berast frá útlöndum er efninu blásið framan í fórnarlömbin, en ólíklegt þykir að það hafi hættuleg áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra