fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Allt að 3.000 manns missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air – Aldrei hafa fleiri misst vinnuna á einum degi hér á landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 07:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar gjaldþrots WOW air má búast við að 2.000 til 3.000 störf glatist. Þar af eru um 1.000 störf hjá WOW air. Síðan má gera ráð fyrir að starfsfólki hjá þjónustufyrirtækjum muni fækka þar sem færri ferðamenn munu koma til landsins. Einnig verða minni umsvif á Keflavíkurflugvelli enda var WOW air stór og umfangsmikill rekstraraðili á vellinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að aldrei hafi fleiri misst vinnuna á einum degi hér á landi.

Blaðið segir að margra mánaða tilraunum stjórnenda WOW air til að bjarga fyrirtækinu hafi lokið í fyrrinótt þegar ALC, sem á sjö af þeim þotum sem WOW air var með í notkun, hafi látið kyrrsetja vélarnar í Bandaríkjunum og Kanada vegna skulda WOW air. Í framhaldi af því skilaði WOW air flugrekstrarleyfi sínu inn til Samgöngustofu og farið var fram á gjaldþrotaskipti félagsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Mörg þúsund manns urðu strandaglópar hér á landi og erlendis við gjaldþrotið. Viðbragðsáætlun stjórnvalda var virkjuð til að reyna að draga úr því tjóni sem gjaldþrotið getur haft á orðspor Íslands sem áfangastaðar ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku