fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Allt að 3.000 manns missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air – Aldrei hafa fleiri misst vinnuna á einum degi hér á landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 07:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar gjaldþrots WOW air má búast við að 2.000 til 3.000 störf glatist. Þar af eru um 1.000 störf hjá WOW air. Síðan má gera ráð fyrir að starfsfólki hjá þjónustufyrirtækjum muni fækka þar sem færri ferðamenn munu koma til landsins. Einnig verða minni umsvif á Keflavíkurflugvelli enda var WOW air stór og umfangsmikill rekstraraðili á vellinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að aldrei hafi fleiri misst vinnuna á einum degi hér á landi.

Blaðið segir að margra mánaða tilraunum stjórnenda WOW air til að bjarga fyrirtækinu hafi lokið í fyrrinótt þegar ALC, sem á sjö af þeim þotum sem WOW air var með í notkun, hafi látið kyrrsetja vélarnar í Bandaríkjunum og Kanada vegna skulda WOW air. Í framhaldi af því skilaði WOW air flugrekstrarleyfi sínu inn til Samgöngustofu og farið var fram á gjaldþrotaskipti félagsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Mörg þúsund manns urðu strandaglópar hér á landi og erlendis við gjaldþrotið. Viðbragðsáætlun stjórnvalda var virkjuð til að reyna að draga úr því tjóni sem gjaldþrotið getur haft á orðspor Íslands sem áfangastaðar ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum