fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Matvælastofnun kærir ólöglega sölu á netinu – Vefurinn með íslenskt lén

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun, í samvinnu við Lyfjastofnun, hefur kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Á vefsíðunni eru til sölu hættuleg efni, svo sem DNP og Nootropics.

Matvælastofnun hefur áður varað við þessum efnum. Í ágúst varaði stofnunin til dæmis við DNP en efnið hefur verið selt ólöglega á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Dæmi eru um að ungt fólk hafi látist eftir neyslu á efninu. Efnið er mjög eitrað og ætti aldrei að neyta vegna þeirra alvarlegu aukaverkana sem því fylgja. Sala á fæðubótarefnum/matvælum sem innihalda DNP er ólögleg skv. matvælalögum.

Matvælastofnun hefur einnig varað við neyslu á Nootropics, en umrædd efni eru sögð efla heilastarfsemi hjá heilbrigðum einstaklingum. Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í byrjun árs kom fram að grunur væri um að nýleg andlát einstaklings á Íslandi mætti rekja til inntöku á Nootropics.

Í tilkynningu sem Matvælastofnun hefur sent frá sér vegna málsins kemur fram að rétthafi lénsins sé skráður í Mið-Ameríku en vefleit gefi til kynna starfsemi í Ástralíu. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf.

„Matvælastofnun varar við viðskiptum við vefinn www.roidstop.is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja. Neytendur skulu ávallt vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótarefnum og lyfjum á netinu.“

Í tilkynningu Matvælastofnunar segir enn fremur:

„Á síðunni eru til sölu hættuleg efni s.s. DNP og Nootropics. Nýlega féll dómur í Bretlandi vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem hafði neytt DNP. Sölumaðurinn var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis. Grunur er um að nýlegt andlát einstaklings á Íslandi megi rekja til inntöku á Nootropics (tianeptine).

Matvælastofnun segist hafa fengið ábendingu vegna málsins í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill