fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars ákvað Stefán Úlfarsson að lækka verðið á öllu á matseðlinum á veitingastaðnum Þrír frakkar, sem hann rekur, um 30%. Þetta átti í upphafi að gilda í eina viku en viðbrögðin voru svo góð að hann framlengdi tilboðið út mánuðinn. Hann segir að gestunum hafi fjölgað um 30% og að kenning Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, hafi sannað sig.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram kom í fjölmiðlum hélt Þórarinn ræðu á ráðstefnu Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands í síðustu viku þar sem hann gagnrýni verðlagningu sumra veitingastaða harkalega. Hann sagði hana oft yfirgenglega og að þetta hafi orðið til þess að Íslendingar séu hættir að fara út að borða.

Morgunblaðið hefur eftir Stefáni að erindi Þórarins hafi verið mjög forvitnilegt og margt til í því sem hann sagði en hann sagðist þó telja að orðum Þórarins hafi að mestu verið beint að skyndibitastöðum.

„Í raun er hans kenning búin að sanna sig þannig. Veltutölurnar eru þær sömu en það eru fleiri kúnnar.”

Sagði Stefán og bætti við að veltutölurnar væru þær sömu en viðskiptavinirnir fleiri.

”Það er betri nýting á starfsfólkinu og betri nýting á húsnæðinu. Það eina sem ég á eftir að reikna út er hvernig þetta kemur út hráefnislega. En á móti kemur að fólk leyfir sér meira og fær sér kannski forrétt eða hvítvínsglas. Ef ég tek heildartöluna getur vel verið að þetta standi í stað eða verði hugsanlega meira.”

Haft er eftir honum að hann telji að fleiri veitingastaðir í Reykjavík geti farið þessa leið enda sé nauðsynlegt að lækka verð í borginni, hvort sem það er á veitingastöðum eða öðrum stöðum.

„Fólk á að reyna að heimfæra þetta eins og best er fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. En það þarf að lækka vöruverð í landinu. Það er meginatriði. Við getum ekki verðlagt okkur út af markaðnum. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við megum ekki missa túristana og landinn á að geta haft það það gott að hann geti farið út að borða 1-2 í mánuði.”

Sagði hann og útilokaði ekki að halda verðinu áfram eins og það er í dag. Nú eigi eftir að reikna út útkomuna í mánuðinum og sjá hver staðan er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum