fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Neita að upplýsa kostnað við Harvard-nám framkvæmdastjóra

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabanki Íslands neitar að upplýsa DV um hvort og/eða hversu háa upphæð bankinn borgaði fyrir framhaldsnám Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, við Harvard-skóla í Bandaríkjunum árin 2016 til 2017. Að mati blaðsins er ótækt að æðstu stjórnendur Seðlabankans eða annarra stofnana geti úthlutað verulegum gæðum, eins og skólagjöldum í dýrt háskólanám, til undirmanna sinna án þess að almenningur sé upplýstur um það og hvort öllum starfsmönnum standi slíkt til boða. Sjónarmið bankans eru þau að um persónulegt mál framkvæmdastjórans sé að ræða. Neitun bankans hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem mun taka málið fyrir í byrjun næstu viku.

Fullkunnugt um að refsiheimildir skorti

Mikill styr hefur staðið um starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans undanfarin misseri. Ekki síst varðandi umfangsmikla húsleit eftirlitsins hjá Samherja og síðan 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á fyrirtækið árið 2016. Hæstiréttur Íslands ógilti þá ákvörðun bankans og síðan hefur málið verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum. Meðal annars hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, gengið hart fram og krafist þess að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir lykilstjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, sem er lögfræðingur að mennt, var ráðin forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í maí 2009 en síðar varð hún framkvæmdastjóri eftirlitsins. Óhætt er að fullyrða að hún hafi gegnt lykilhlutverki í að móta stefnu og áherslur deildarinnar. Sú stjórnsýsla sem var viðhöfð innan eftirlitsins hefur sætt gríðarlegri gagnrýni undanfarið, meðal annars frá Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis. Meðal annars snýr gagnrýnin að því að eftirlitið hafi haldið áfram að rannsaka einstaklinga og fyrirtæki, með mjög íþyngjandi hætti, þrátt fyrir að stjórnendum hafi verið fullkunnugt um að engar nothæfar refsiheimildir hafi verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Ástæðan var sú að ekki lá fyrir samþykki ráðherra fyrir heimild bankans til að beita þessum refsingum.

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands

Starfar fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Í júlí 2016 var tilkynnt að Ingibjörg væri farin í leyfi frá Seðlabankanum til þess að hefja meistaranám í opinberri stjórnsýslu, MPA, við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Kom fram í tilkynningunni að ráðgert væri að Ingibjörg kæmi aftur til starfa hjá Seðlabankanum ári síðar.

Neitun Seðlabankans bendir til þess að háskólanámið ytra hafi verið a.m.k. að hluta greitt af Seðlabankanum enda hafi kostnaður ekki verið greiddur væri bankanum í lófa lagið að upplýsa þar um. Kostnaður við MPA-nám við Harvard hleypur á milljónum. Það er ekki óþekkt að fyrirtæki greiði fyrir slíka framhaldsmenntun starfsmanna, en oftar en ekki er gert samkomulag um að viðkomandi starfsmaður vinni hjá fyrirtækinu í tiltekinn tíma annars verði námið endurgreitt að fullu eða hluta. Hvort það sé viðhaft hjá opinberum stofnunum liggur þó ekki fyrir. Ingibjörg kom aftur til starfa árið 2017 en aðeins til skamms tíma. Þá kvaddi hún Seðlabankann og hóf störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eins og áður segir óskaði DV eftir formlegri staðfestingu á því að Seðlabanki Íslands hefði greitt fyrir Harvard-nám Ingibjargar, hversu há upphæðin hefði verið og hvort Ingibjörg hafi verið á launum, að fullu eða hluta, meðan á námsleyfi hennar stóð. Til vara óskaði blaðið eftir upplýsingum um hversu marga slíka námsstyrki Seðlabankinn Íslands hafi veitt frá því að Már Guðmundsson tók við sem seðlabankastjóri árið 2009 og heildarupphæð slíkra námsstyrkja. Eins og áður segir hafnaði Seðlabankinn því alfarið að veita DV þessar upplýsingar og bar fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Mun Úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurða um málið á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“