fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Írska lögreglan birtir nýja tilkynningu um hvarf Jóns Þrastar – Fjölskyldan í áfalli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lögreglan birti fyrir um tvöleytið í dag endurtekna tilkynningu um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar en síðast sást til hans í hverfinu Whitehall í Dublin, kl. 11 á laugardagsmorgun. Svo virðist sem ekkert nýtt hafi komið fram í málinu en lögreglan birtir með tilkynningunni nýja og töluvert skýrari mynd af Jóni Þresti.

Tilkynningin, sem tæplega 100 manns höfðu deilt á Facebook er hún var klukkustundar gömul, er að öðru leyti nánast samhljóða fyrri tilkynningu um hvarf hans. Þar segir að Jón sé 6 fet á hæð sem jafngildir um 184 cm, meðalmaður vexti með stutt brúnt hár. Hann var í svörtum vatterðum jakka síðast er sást til hans.

Gefin eru upp símanúmerin 01 6664400 og 1800 666 111 fyrir þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið til lögreglunnar.

Jón var staddur með unnustu sinni á hóteli í Dublin á laugardag en hann yfirgaf hótelið einn án þess að taka snjallsíma sinn með sér. Síðan hefur ekkert til hans spurst.

Aðstandendur Jóns héldu til Dublin í gær. Hvorki ættingjar hans né unnusta hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Í tilkynningu sem fjölskyldan sendi fjölmiðlum í gær kom fram að fjölskyldan væri í áfalli en frábiði sér öll samskipti við fjölmiðla.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisisns hefur aðstoðað fjölskylduna í málinu. DV hafði samband við Svein H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, og sagði hann að ráðuneytið vildi ekki tjá sig neitt um málið að öðru leyti en að staðfesta að borgaraþjónustan væri fjölskyldunni innan handar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum