fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Íslenskur maður horfinn í Dublin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður, Jón Þröstur Jónsson, hvarf í Dublin um helgina og hefur írska lögreglan látið lýsa eftir honum í fjölmiðlum. Jón er 41 árs gamall.

Í frétt írska miðilsins The Journal er sagt að síðast hafi sést til Jóns í úthverfinu Whitehall í Dublin seint á laugardagsmorgun. Jón Þröstur er 184 cm á hæð, meðalmaður vexti og með stutt brúnt hár. Hann var klæddur í svartan jakka síðast þegar sást til hans.

Unnusta Jóns Þrastar var með honum í Dublin og gekk hann út af hótelinu símalaus þar sem þau gistu á laugardagsmorguninn. Aðstandendur Jóns Þrastar halda til Dublin á þriðudagsmorgun vegna málsins.

Málið þykir hið dularfyllsta og ónefndur vinur Jóns Þrastar sagði við DV: „Þetta er bara venjulegur strákur, ekki í neinu rugli.“

Fram kemur á vef RÚV að Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti að málið sé komið inn á borð borgaraþjónustunnar.

 

Sjá nánar frétt írska miðilsins

Tilkynning írsku lögreglunnar um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu