fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hálkuslys og ölvun í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 05:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Í miðborginni datt kona í hálku og er talið að hún hafi beinbrotnað og að tönn hafi brotnað. Konan var flutt á slysadeild. Lögreglan aðstoðaði starfsfólk á skemmtistað við að koma ölvuðum manni á brott en hann hafði verið til vandræða þar inni. Það sama var uppi á teningnum á hóteli í miðborginni. Þar var mjög ölvuðum manni vísað út eftir að hafa verið til vandræða.

Lögreglan flutti ölvaðan mann frá slysadeils Landspítalans í Fossvogi í Gistiskýlið. Þá þurfti lögreglan að aðstoða starfsfólk Gistiskýlisins vegna ölvaðs manns sem var þar til vandræða.

Einn var handtekinn í heimahúsi í nótt grunaður um líkamsárás.

Tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi inni á salerni veitingastaðar og hafi sá verið að kasta sprautunálum frá sér og krota á veggi. Maðurinn var farinn er lögreglan kom á staðinn en umbúðir af sprautunálum fundust á gólfinu og búið var að krota á veggi.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur.

Ökumaður var kærður fyrir að aka á 108 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Sá var ekki á þeim buxunum að stöðva þegar honum voru gefin merki um að gera það. Þegar hann stöðvaði loksins gaf hann þá skýringu að hann hafi stöðvað það sem hann vildi en ekki þar sem lögreglan vildi. Þetta bætti kæru við málið því hann var einnig kærður fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans