fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sálfræðingafélag Íslands segir að einfaldar skyndilausnir dugi ekki gegn sjálfsvígum – „Hvorki nornaveiðar né menntasnobb“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 01:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín hefur látið falla vegna sjálfsvíga. Meðal annars að það sé til einföld lausn við vandamálinu og sú lausn sé setningin „ég er nóg“. Telja margir að hún hafi með þessum orðum verið að gera lítið úr því alvarlega heilbrigðisvandamáli sem sjálfsvíg séu í samfélaginu. Alda Karen lét þessi ummæli falla í viðtali við stöð 2.

Yfirlýsing Sálfræðingafélagsins er ansi hörð og segir félagið að það sé skylda þeirra að benda á það þegar opinber umræða sé á villigötum. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram.

„Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa“

Þau benda á að segja stundum „ég er nóg“ geti hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar haldin er ræða. Hins vegar þegar um sé að ræða alvarlegan vanda eins og sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir þá duga ekki einfaldar skyndilausnir. Félagið bendir á að það sé skilda þeirra að benda á þetta og komi hvorki nornaveiðum við né menntasnobbi.

Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild.

Sálfræðingar hafa löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.

Þegar hinsvegar um er að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks þá duga einfaldar skyndilausnir því miður ekki og það að halda því fram getur haft skaðleg áhrif.

Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum