fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Íslenskum unglingum hefur aldrei liðið verr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskum unglingum hefur aldrei liðið verr en þessa dagana. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum grunnskólanema. Þær sýna að tæplega 40% nemenda í tíunda bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% glíma við svefnörðugleika og 17% segjast oft eða mjög oft vera einmana.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ársæli Má Arnarsyni, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, að augljóst sé að líðan unglinga hafi aldrei verið verri en núna og að þróunin sé ekki í rétta átt. Hann segir að ýmsar ástæður séu líklega fyrir þessu, þar á meðal streita í samfélaginu sem brjótist út sem kulnun, kvíði og þunglyndi hjá fullorðnum. Vanlíðan barna og ungmenna sé oft af sömu ástæðu en birtingarmyndin sé önnur.

Hann segir að ástæða sé til að gefa svefnmynstri barna og ungmenna gaum því svefn skipti miklu máli og hafi áhrif á ýmsa þætti sem valdi vanlíðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“