fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Keyptir þú þessar skvísur frá Ella’s Kitchen? Það er verið að innkalla þær

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innflutningsfyrirtækið Nathan & Olsen hf. er að hefja innköllun á skvísunni The Yellow One, eða þessi gula, frá framleiðandanum Ella’s Kitchen eftir ábendingu um að sápubragð hafi fundist af vörunni.  Um er að ræða ávaxtamauk sem er ætlað börnum.

„Sápa er ekki notuð við framleiðslu og sápa kemst aldrei í snertingu við vöruna á neinu stigi í framleiðslunni. Verksmiðjur Ella’s Kitchen eru gæðavottaðar og undir ströngu eftirliti yfirvalda,“ segir í tilkynningu Nathan & Olsen hf. þar sem varan er innkölluð.

Varan fór síðast í dreifingu í júní síðastliðnum og allra leiða hefur verið leitað til að tryggja að hún hafi verið fjarlægð úr öllum verslunum. Samkvæmt tilkynningunni er um einstakt tilvik að ræða af lotu sem framleidd var í febrúar á síðasta ári.

„Yfir 170 þúsund stykki voru framleidd af lotunni sem fór í dreifingu til margra landa og hefur sambærileg ábending ekki komið fram annars staðar.“

Íslenskir neytendur ættu því ekki að þurfa að óttast, en þó er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Nathan & Olsen vilja þó, með tilliti til varúðarsjónarmiða og með hliðsjón af neytendavernd, tryggja að varan finnist hvergi hjá neytendum og biður því þá neytendur sem kunna að hafa vöruna undir höndum að skila henni inn til Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, Reykjavík. 

Uppfært:

Rétt er að taka fram að aðeins  er verið að leita að einu lotunúmeri af  vörunni. Sú vara er best fyrir 02/2019, lotunúmer: 1903023312, strikamerki 5060107330030.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum