fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stórhættulegur hundur á ferli í borginni – „Svona dýr verður bara að svæfa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var að ganga inn í Apótekarann sem er þarna í húsinu sá ég fólk vera að klappa þessum hundi, hann lá á bakinu og naut þess að láta strjúka á sér bringuna. Ég keypti lyf og kem út aftur þar sem hundurinn er. Ég var ekkert að flýta mér og heldur ekkert að gefa mig að hundinum. Þarna voru unglingskrakkar allt í kring. Allt í einu stökk hann bara upp og beit mig í löppina og eitthvað aðeins í magann líka því ég er með mar þar,“ segir Guðmundur Helgi Stefánsson, járnsmiður, en hann varð fyrir því að óður hundur beit hann í föstudaginn.

Atvikið átti sér stað fyrir utan Húsgagnahöllina við Bíldshöfða. Hundurinn var þar bundinn við reiðhjólastand og virtist hinn vinalegasti en að sögn Guðmundar var um að ræða einhvers konar labrador-blending. Labardor-hundar eru almennt mjög vinalegir og gæfir. „Þetta eru gæfustu hundar í veröldinni,“ segir Guðmundur en hann er alvanur dýrum, á sjálfur tvo smáhunda. „Ég ólst upp í Árbænum áður en hann byggðist upp og var alltaf innan um margskonar dýr.“

„Þetta var svaða grimmd, hann var alveg brjálaður,“ segir Guðmundur, sem hélt þó að áverkarnir væru miklu minni en þeir reyndust vera. „Ég hélt að þetta hefði ekki verið neitt neitt og fór bara að vinna aftur. Ég er nú járnsmiður og atvinnumaður í að slasa mig. En nokkru síðar er komin þarna alveg lófastór kúla þannig að ég fór til læknis.“

Læknirinn gaf honum stífkrampasprautu og auk þess bryður Guðmundur sýklalyfstöflur.

„Ég reyndi ekki að hafa uppi á eigandanum af því ég taldi þetta ekki vera neitt alvarlegt. Eftir á að hyggja hefði ég átt að hafa samband við lögreglu. Því hundur sem gerir svona einu sinni á eftir að gera það aftur. Í rauninni er það þannig að svona dýr verður að svæfa,“ segir Guðmundur sem telur furðulegt að eigandi hunds sem á svona lagað til skuli skilja hann eftir bundinn án múls á almannafæri. „Hundurinn var bundinn við hjólastandinn sem er fyrir utan hraðbankann inni í Húsgagnahöllinni,“ segir Guðmundur. Hann heyrði enn fremur á tal unglinga á planinu að einhverjir þeirra könnuðust við bitgleði hundsins. „Einhver strákur þarna sagði að hann héldi að þetta væri hundurinn sem hefði reynt að bíta mömmu hans fyrir stuttu síðan.“

Sjálfur er Guðmundur á batavegi og tekur þessu létt þó að hann geri sér grein fyrir alvöru málsins hvað snertir almannahag. Að lokum sagði hann við DV: „Þetta er bara eins og hvert annað hundsbit,“ og kvaddi hlæjandi.

Myndin sem fylgir fréttinni er af áverkanum sem Guðmundur hlaut af hundsbitinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“