fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Borgin keypti inn fyrir 500 milljónir án útboðs á fyrri helmingi ársins – Borgarstjóri vill ekki tjá sig um málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu sex mánuðum ársins greiddi Reykjavíkurborg 574 milljónir króna fyrir sérfræðiþjónustu og önnur vörukaup án útboðs. Þetta svarar til um 7 prósenta af heildarinnkaupum borgarinnar á þessu tímabili.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að þetta sé óþægilega há fjárhæð og hana þurfi að skýra. Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði borgarinnar, gerði fyrr í mánuðinum athugasemd við þennan óútskýrða kostnað og sagði að yfirlit um kostnaðinn væri „ískyggilegt“.

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagði Guðlaug S. Sigurðardóttir, fjármálstjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, að rúmlega 277 milljónum hafi verið varið í kaup á sérfræðiþjónustu á tímabilinu og 296 milljónum hafi verið varið í önnur vörukaup. Á tímabilinu hafi heildarinnkaup borgarinnar verið 8.020 milljónir og því svari kaup án útboðs til 7,16 prósenta af heildarinnkaupum.

Eyþór Arnalds sagði að þegar kaup á vöru og þjónustu séu boðin fáist hagkvæmari innkaup og það verði að vera hafið yfir allan vafa að engin önnur sjónarmið ráði för.

„Þjóðin var hneyksluð á 22 milljóna króna ljósa reikningi á Þingvöllum en ítrekað erum við að sjá í borginni tölur sem eru óútskýrðar eða framúrkeyrslu sem nemur hundruðum milljóna.“

Fréttablaðið bað um viðbrögð borgarstjóra vegna þessa en aðstoðarmaður hans vísaði á svar Guðlaugar og taldi það nægja til skýringar og að ekki væri tilefni til að bregðast frekar við gagnrýni Sjálfstæðismanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans