fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

KrakkaRÚV sakað um gyðingahatur – Þetta sagði Ingibjörg orðrétt í Krakkafréttum

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 11:16

Margrét Friðriksdóttir, Jón Valur Jensson, söngkonan Netta og Ingibjörg Fríða Helgadóttir. Samsett mynd: DV/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í netheimum ganga nú ásakanir á hendur KrakkaRÚV um að verið sé að innræta íslensk börn með gyðingahatri. Þætti Krakkafrétta frá því á mánudaginn er nú dreift í lokuðum hópum á Fésbók þar sem foreldrar segja að Krakkafréttir séu að „heilaþvo“ og „innræta börn“ með neikvæðum hætti gagnvart Ísrael.

Er vísað í frétt um að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision á næsta ári og tekur fréttakonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir það fram þegar hún flutti fréttina að ekki séu allir sáttir við að Ísland taki þátt.

Segir gyðingahatur matreitt í börn

Málið er meðal annars til umræðu inni á Stjórnmálaspjallinu á Fésbók þar sem frumkvöðlafræðingurinn og stjórnandi spjallsins Margrét Friðriksdóttir spyr: „Er í lagi að matreiða gyðingahatur í börnin okkar af ríkisfjölmiðlinum á KrakkaRÚV?”

Geir Finnsson, formaður Ungra Evrópusinna og fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, steig inn í umræðurnar og sagði að fólk flokkaðist ekki sem gyðingahatarar ef það er ósátt við framkomu Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum.

Umræðurnar eru mjög harðar og vilja margir að KrakkaRÚV og Ríkisútvarpið sjálft verði lagt niður. Segir Þröstur Jónsson að innslagið sé þess eðlis að spyrja megi hvort starfsfólk RÚV heilsi hvort öðru að hætti nasista. Netverjinn Ingibjörg segir að hún sé búin að senda formlega kvörtun til RÚV vegna fréttarinnar: „Undir lok innslagsins segir að hópur listamanna um allan heim skori á tónlistarmenn að taka ekki þátt í keppninni því að Ísraelsmenn beiti Palestínumenn ofbeldi. Þetta er andgyðinglegur áróður samkvæmt mínum kokkabókum,“ segir Ingibjörg.

Helga segir: „Mjög sorglegt ég heyrði þetta líka á krakka RÚV og þetta var klárlega heilaþvottur með neikvæðri innrætingu.“

Guðfræðingurinn Jón Valur Jensson segir þetta ekkert annað en „innrætingu“. Segir Brynjólfur að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem RÚV sé að senda börnum pólitísk skilaboð og vísar í Stundarskaupið 2015 þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, var sýndur í hlutverki geimglæponans Jabba the Hutt úr Stjörnustríði.

Sjá einnig: Segir Sigmund Davíð hafa orðið fyrir fitufordómum í barnatíma RÚV

Arnar spyr á þræðinum hvað sé rangt í fréttinni, fékk hann svarið að þetta væri sambærilegt því ef fréttakonan hefði fullyrt að Samfylkingin hefði valdið ómældum skaða á heilbrigðiskerfinu.

Það sem Ingibjörg sagði

Hér er hægt að lesa það sem fréttakonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir sagði orðrétt þegar hún flutti fréttina, því skal haldið til haga að hún skrifaði ekki fréttina og er fréttin á ábyrgð ritstjórnar, lesendur geta svo dæmt hvort það sem hún sagði flokkist sem gyðingahatur eða ekki:

„Ísland ætlar að taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Ísrael á næsta ári. Skorað var á RÚV að taka ekki þátt í keppninni vegna þess að hún er haldin í Ísrael.

Ísraelsmenn hafa átt í átökum við Palestínumenn í mörg ár og mörgum finnst þess vegna að þeir eigi ekki að fá að halda keppnina.

Dagskrárstjóri RÚV segir að það hafi skipt máli að keppnin verður ekki haldin í borginni Jerúsalem, heldur í Tel Aviv. Fleiri eru sáttir við þá staðsetningu. Allar Norðurlandaþjóðirnar ákváðu að vera með í keppninni.

Ennþá eru þó einhverjir sem vilja ekki að Íslendingar taki þátt í keppninni. Hópur listamanna um allan heim, þeirra á meðal Daði Freyr og Hildur Kristín, skora á tónlistarmenn að taka ekki þátt í keppninni því að þau segja að Ísraelsmenn beiti Palestínumenn ofbeldi.

Úrslitakeppni Eurovision fer fram 18.maí á næsta ári.“

Hér má horfa á þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík