fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir Sigmund Davíð hafa orðið fyrir fitufordómum í barnatíma RÚV

Pólitískur áróður í barnatíma – Sigmundur í hlutverki ógeðslegustu veru vetrarbrautarinnar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 4. janúar 2016 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Burtséð frá því hvað manni finnst um Sigmund og hans gjörðir, þá getur þetta ekki verið gott að matreiða ofan í börn, að það sé í lagi að hæðast að líkama fólks ef það er feitt. Nóg af feitum krökkum til sem þurfa ekki á meiri áreiti að halda,“ segir Jón Ferdíand Estherarson á Pírataspjallinu á Facebook. Þar er Barnaþátturinn Stundin okkar gagnrýnd fyrir þáttinn Stundarskaup. Í þættinum má sjá stælingu á Stjörnustríði þar sem forsætis- og fjármálaráðherra eru í aðalhlutverki. Í Viðskiptablaðinu, sem vakti fyrst athygli á málinu, segir að skyrta Bjarna sé merkt sem aðmíráll Icehott1 og þá er Sigmundur Davíð í hlutverki feitu grænu geimverunnar Jabba the Hutt. Í þættinum er bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu tortímt af geimskipi þeirra Bjarna og Sigmundar sem hlæja illkvittnislega þegar þeir tortíma byggingunum.

„Þessir læknar og hjúkrunarfólk, þau eru sívælandi! Aldrei ánægð með neitt! Það er svo gaman, það er svo gaman að rústa!”

Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, deildi frétt Viðskiptablaðsins og spyr: „Er einhverjum fleirum en mér sem finnst ekki að barnaefni RÚV eigi að flytja pólitískan áróður?“

Taka fjölmargir meðlimir á spjallborði Pírata undir með Ernu Ýr, meðal annars Steinunn Ólína ritstjóri Kvennablaðsins og Halldór Auðar borgarfulltrúi sem sagði: „Mér fannst þetta frekar fyndinn húmor þó einfaldur væri. En sem barnaefni á ríkismiðli? Það er nú kannski aðeins annað mál.“

Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek er hinsvegar á öðru máli og segir að pólitík sé ekki fyrir hina viðkvæmu. Þá eru aðrir sem telja það eineltistilburði hjá Ríkisútvarpinu að setja Sigmund í hlutverk Jabba the hutt, „ógeðslegustu veru vetrarbrautarinnar“ líkt og Jón Ferdíand orðar það. „Einelti er nógu slæmt og erfitt að uppræta, það hjálpar ekki til ef barnaefni í sjónvarpi tekur þátt í því.“

Þá segir Ingibjörg Ósk Elíasdóttir að ekki eigi að leggja það á krakkana að blanda saman trúar og stjórnmálaskoðunum í barnatíma. Sigurður Viktor Úlfarsson greindi frá því að börnin hans hefðu ekki haft nokkurn áhuga á Stundarskaupinu og það hefði verið líkt og brandararnir sem hefðu ratað þangað inn hefðu ekki komist í sjálft Áramótaskaupið. Pawel Bartoszek tók einnig þátt í umræðunum og sagði:

„Það vita allir hvar ég stend í pólitík en „alvöru“ skaupið sjálft kom ekki með eitt einasta skot á stjórnina fyrir neina pólitíska ákvörðun sem hún tók. Stjórnin slapp ótrúlega vel. Jú, BB var að klæmast á netinu og Sigmundur Davíð er bumbukall. Þetta var beitt hjá Krakkaskaupinu en eins og ég hef 1000 sinnum sagt, pólitík er ekki fyrir hina hörundsáru.“

Hér má sjá brot úr hinum umdeilda þætti en handritið skrifa, Guðjón Davíð Karlsson, Bragi Þór Hinriksson og Sverrir Þór Sverrisson.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=xweWs0vkhrY&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk