fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vilmundur og Valur vekja athygli í vísindaheiminum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:53

Vilmundur og Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Háskóla Íslands og Hjartavernd hafa varpað nýju ljósi á innbyrðis samspil próteina í blóðvökvanum sem endurspegla tengsl þeirra við sjúkdóma eins og hjartaáföll, sykursýki fullorðinna og offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert í heiminum. Var greint frá þessum vísindaniðurstöðum í hinu virta tímariti Science sem kom út á dögunum.

Að rannsókninni, sem hefur vakið mikla athygli í Vísindaheiminum, standa vísindamennirnir dr. Valur Emilsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og yfirmaður kerfislíffræði Hjartaverndar, og dr. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin byggist á greiningu á stóru safni próteina. Alls voru 4137 prótein skimuð í blóðvökva 5457 einstaklinga úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er ein af ítarlegustu rannsóknum á öldruðum sem gerð hefur verið. Björn Gíslason sem starfar sem kynningar- og vefritstjóri hjá Háskóla Íslands segir í tilkynningu að próteinin gegni lykilhlutverki í öllum líffræðilegum ferlum mannsins, þau séu helstu skotmörk lyfja og hafa bein áhrif a meinferli sjúkdóms. Þess vegna býður rannsóknin upp á einstaka möguleika á að þróa ný úrræði við greiningu og meðhöndlun langvinnra sjúkdóma að sögn þeirra Vals og Vilmundar.

„Þau gögn sem safnað hefur verið og sú aðferð sem hefur verið þróuð og greinin í Science fjallar um varpar nýju ljósi á orsakasamband erfða og sjúkdóms sem gerir okkur kleift að auðkenna þær líffræðilegu orsakir sem liggja að baki aukinni áhættu á því að þróa langvinna sjúkdóma,“ segja Vilmundur og Valur um mikilvægi rannsóknanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans