fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Jóhanna er langþreytt á ferðamönnum með flygildi og kex: „Það eina sem ferðamaðurinn sér er fallegt myndefni“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 11:50

Samsett mynd: DV/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn eiga það til að stöðva bifreiðar sínar við sveitabæi og fljúga flygildum yfir hesta og jafnvel mata þá með kexi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, bóndi á Vesturlandi og fyrrverandi þingmaður, segir í samtali við DV að hún sé langþreytt á ástandinu. Hún hafi fyrir helgi vísað í burtu erlendum ferðamanni sem hafi flogið flygildi, eða dróna, í hrossin.

Hún segir ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera með athæfinu. „Það eina sem ferðamaðurinn sér er fallegt myndefni, það sem ég fæ eru skelkuð hross, uppgefin folöld og slitnar girðingar.“

Hversu oft gerist þetta?

„Þetta er alltaf nokkrum sinnum yfir sumartímann, síðan höfum við líka lent í því að vera ekki heima og fengið að frétta frá nágrönnum okkar hvað var í gangi.“

Þyrfti endalaust af skiltum

Það hefur komið til umræðu að hengja upp skilti. „Þá þyrfti maður að hengja upp svo mörg skilti. Maður þyrfti að vera með: Ekki gefa hrossunum. Ekki fara inn í hólfin. Ekki vera með dróna. Ekki vera að fikta í girðingunni. Það þyrfti endalaust af skiltum. Það er alltaf spurningin hvort maður eigi að gera það eða taka rúntinn og spjalla við fólkið.“

Þegar Jóhanna er heima og verður vitni af þessu athæfi þá fer hún iðulega og útskýrir fyrir ferðamönnunum að það sé ekki í lagi að mata hrossin eða fljúga yfir þau með flyildum. „Ég reyni alltaf bara að útskýra fyrir þeim í rólegheitunum, því það er ekkert sem bannar þeim þetta með lögum, hvað þau eru að gera með þessu. Hvort sem það er að fljúga dróna eða mata þau úr kexpakkanum sínum.“

Hafa ferðamennirnir skilning á þessu?

„Um leið og maður fer að útskýra þetta þá er eins og fólk taki við sér. En svo hefur maður séð fólk sem forðar sér um leið og það sér bíl koma. Sumir eru rosalega kræfir og leggja í heimkeyrsluna hjá okkur og labba yfir að hestahólfunum.“

Þegar færi gefst tekur hún niður bílnúmerin og lætur viðkomandi bílaleigu vita.

Hver eru viðbrögðin sem þú færð frá bílaleigunum?

„Ég fæ oftast svona svar að þeir muni koma þessu að við sína viðskiptavini, en ég veit síðan ekkert hvort því er fylgt eftir eða hvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík