fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sofnaði undir stýri og ók á kyrrstæða bifreið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 09:59

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem sofnaði undir stýri á Reykjanesbraut um helgina ók á bifreið sem stóð mannlaus og kyrrstæð í vegöxl. Maðurinn slapp án meiðsla en bifreiðirnar voru báðar óökufærar eftir áreksturinn.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að lögregla hafi enn fremur haft afskipti af ökumanni sem virti ekki stöðvunarskyldu í Njarðvík.

Þegar stöðva átti för hans jók hann verulega við hraðann og skeytti ekki um forgangsljós lögreglubifreiðarinnar. Hann ók meðal annars öfugu megin við umferðareyju áður en hann loksins ók inn á bifreiðastæði og lauk þar með akstri hans. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla