fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hrókurinn norðar á Grænlandi en nokkru sinni fyrr

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 10. september 2018 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir Hróksliðar héldu í dag áleiðis til Kullorsuaq á Grænlandi, þar sem slegið verður upp hátíð í tilefni af 90 ára afmæli bæjarins. Með í för eru skákkennari og sirkuslistamenn, auk þess sem efnt verður til listsmiðju fyrir börnin í bænum. Kullorsuaq er 74. breiddargráðu og hafa Hróksmenn aldrei farið norðar í 15 ára sögu skáklandnámsins á Grænlandi.

 

Kullorsuaq er nyrsta eyjan í Upernavik-eyjaklasanum við vesturströnd Grænlands og eru íbúar um 450. Elstu minjar um búsetu í Kullorsuaq eru fjögur þúsund ára gamlar, og þar lifir menning inúíta góðu lífi. Bærinn var formlega stofnaður 1928, þegar veiðimannafjölskyldur tóku að flytjast þangað úr smærri þorpum.

 

Leiðangursmenn Hróksins eru Máni Hrafnsson, Joey Chan, Axel Diego og Roberto Magro. Máni hefur tekið þátt í skáklandnámi Hróksins á Grænlandi frá upphafi, árið 2003, og mun kenna skák og tefla fjöltefli. Joey er nú að fara í þriðja sinn með Hróknum til Grænlands og mun m.a. annast listsmiðju fyrir börnin. Axel og Roberto eru sirkuslistamenn, og verða með sýningar og sirkusskóla fyrir börnin í bænum. Axel var í föruneyti Hróksins sem sló upp frábærri hátíð í Uummannaq á síðasta ári, og Roberto hefur unnið með börnum víða um heim, m.a. í Kosovo og Burkina Faso.

 

Hróksliða bíður langt ferðalag, áður en komið er til Kullorsuaq. Flogið er frá Reykjavík til Nuuk, þaðan norður til Upernavik, og loks tekur við 8 tíma sigling áður en komið er á áfangastað. Leiðangursmenn munu taka land í Kullorsuaq á miðvikudaginn, 12. september, en þann dag verða rétt 20 ár frá stofnun Skákfélagsins Hróksins.

 

Mikil tilhlökkun ríkir meðal jafnt leiðangursmanna sem heimamanna, enda hefur undirbúningur staðið í marga mánuði. Helstu bakhjarlar hátíðarinnar í Kullorsuaq eru Air Iceland Connect, sveitarfélagið Avannaat og NAPA, en að vanda fara Hróksliðar líka klyfjaðir mörgum góðum gjöfum, ekki síst frá prjónahópnum í Gerðubergi og öðrum velunnurum.

 

Hér heima verður 20 ára afmæli Hróksins fagnað með veglegu skákmóti og hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem hefst nk. föstudag, 14. september, kl. 17. Margir sterkustu skákmenn Íslands mæta til leiks, ásamt góðvinum Hróksins að fornu og nýju. Meðal keppenda eru stórmeistarnir Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Stefánsson, Helgi Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson. Heiðursgestur afmælismóts Hróksins er Regina Pokorna, sem tefldi með hinu sigursæla A-liði Hróksins á árum áður og sigraði í kvennaflokki á fyrsta alþjóðlega skákmótinu í sögu Grænlands, sem Hrókurinn stóð fyrir í Qaqortoq 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin