fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sjö ára syni Sigrúnar birt stefna á hendur henni – „Mitt fokk er aldrei ábyrgð barnanna minna“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. maí 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Dóra Jónsdóttir, brá sér á mánudagskvöld út á bílaplanið við heimili sitt í Reykjanesbæ með fjögurra ára gamlan son sinn. Á meðan hún fylgdist með syninum æfa sig að hjóla, bankaði stefnuvottur Sýslumannsins á Suðurnesjum upp á að heimili hennar. Annar sonur Sigrúnar Dóru, sjö ára gamall fór til dyra og þegar hann svaraði því að móðir sín væri ekki heima, afhenti stefnuvotturinn honum stefnu og sagði barninu að afhenda móður sinni skjalið.

Stundin greindi frá málinu í gær. Í samtali við Stundina segir Sigrún Dóra að henni sé algjörlega misboðið vegna vinnubragðanna. „Það varð svo sem enginn skaði af þessu í gærkvöldi, sonur minn er aðeins sjö ára og áttaði sig ekki á hvað var um að ræða. Ef eldri sonur minn, þrettán ára sem líka var heima, hefði farið til dyra og tekið á móti þessu er ég hins vegar hrædd um að hann hefði tekið þetta nærri sér.“

Í framhaldi hafði hún samband við Lögregluna á Suðurnesjum í og tilkynnti um málið enda segist hún telja að um lögbrot sé að ræða. Þá sendi hún einnig erindi á Sýslumanninn á Suðurnesjum, Umboðsmann barna, Sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, dómsmálaráðherra og velferðarnefnd Alþingis þar sem hún vekur athygli á málinu. Umboðsmaður barna hyggst senda áréttingu til allra sýslumannsembætta vegna málsins.

Í 2. mgr. 82. gr. laga um meðferð einkamála segir: „Stefna verður ekki birt fyrir manni sem er yngri en 15 ára að aldri.“

Í samtali við DV segir Sigrún Dóra að með því að hafa hátt vonist hún til að þetta gerist ekki aftur. „Ég hef í gegnum allt sem ég er búin að ganga í gegnum margoft rekið mig á að við sem samfélag erum ekki nægilega upplýst um einmitt þetta. Börnin eiga réttindi og okkur ber að virða þau, en á þeim er margbrotið.

Ég tel að bæði fullorðnir sem og börn séu engan veginn nægilega vel upplýst um þetta og kalla á átak í þeim efnum.

Mitt „fokk“ er aldrei ábyrgð barnanna minna og allir eiga að leggjast á eitt við að halda þeim utan við það. Það eru skyldur, ekki bara mínar skyldur heldur allra Íslendinga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu