fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Pólitískt öngþveiti á Ítalíu veldur skjálfta á fjármálamörkuðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestar í Bandaríkjunum og Asíu horfa nú taugaóstyrkir til Ítalíu en þar er mikið pólitískt öngþveiti þessa dagana og það hefur áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði. Hlutabréf lækkuðu í verði á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í gær og var lækkunin sú mesta í margar vikur. Evran er einnig undir þrýstingi enda ítalska hagkerfið stórt og vegur þungt í evrusamstarfinu.

Eftir að ríkisstjórnarmyndun mistókst er ekki annað að sjá en að Ítalir verði að ganga að kjörborðinu enn einu sinni og kjósa til þings. Þeir eru svo sem ekki óvanir því enda hafa 65 ríkisstjórnir setið við völd þar í landi síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Kosningar á Ítalíu geta orðið kosningar um framtíð evrusamstarfsins en flokkar sem eru fullir efasemda um evrusamstarfið sem og ESB-samstarfið hafa átt nokkuð góðu gengi að fagna undanfarið. Fjárfestar hafa því leitað í öruggari fjárfestingar en ítölsk hlutabréf.

Talsmaður Hvíta hússins sagði í gærkvöldi að bandarísk stjórnvöld fylgist náið með þróun mála á Ítalíu.

Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2017 en það hefur lækkað um fjögur prósent í maí.

Fjárfestar hafa áhyggjur af að Ítalir kunni að yfirgefa evrusamstarfið en margir sérfræðingar telja þó ólíklegt að svo fari þar sem þá muni ítalskir stjórnmálamenn ýta þjóðinni fram af bjargbrúninni efnahagslega.

En fari svo að Ítalir yfirgefi Evrusamstarfið mun það hafa mikil áhrif enda er ítalska hagkerfið það þriðja stærsta innan evrusamstarfsins. Hætt er við að skuldakreppan, sem Grikkir fóru illa út úr, gjósi upp á nýjan leik enda þykir mörgum hætt við að ef Ítalir yfirgefa evrusamstarfið taki mjög óábyrg fjármálastjórn við þar í landi á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum