fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Berglind yfirgaf leiguhúsnæði vegna myglusvepps: Missti aleiguna í brunanum hjá Geymslum.is í gær

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. apríl 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Garðarsdóttir og fjölskylda hennar flutti í janúar í leiguíbúð í Seljahverfi, sem þau urðu að yfirgefa vegna myglusvepps. Fjölskyldan hefur verið húsnæðislaus síðan og í gær dundi enn eitt áfallið yfir þegar það sem eftir var af veraldlegum eigum þeirra varð eldinum að bráð í húsnæði Geymslur.is í Miðhrauni í Garðabæ.

„Við urðum að yfirgefa leiguhúsnæðið fyrir tveimur vikum vegna myglusvepps og þurftum að henda mjög miklu af búslóðinni. Það var mikill myglusveppur kominn í íbúðinni, undir parketinu og fyrir framan baðherbergið. Það fundust sjö tegundir af svepp og þrjár ógreindar tegundir samkvæmt niðurstöðum Náttúrustofnunar,“ segir Berglind í viðtali við DV. „Það eina sem við áttum eftir settum við í geymslu hjá Geymslur.is og það var allt að brenna. Nú er bara allt farið.“

Berglind á þrjár dætur: 4, 8 og 11 ára gamlar og eru þær mæðgur núna bæði heimilislausar og allslausar. „Já, ég er bara heimilislaus og allslaus,” segir Berglind. „Við erum milli vina og ættingja, það skiptist eftir dögum og vikum, hver getur haft okkur.“

Berglind fékk tryggingu vegna leiguhúsnæðisins greidda til baka. Það var 400 þúsund sem verður notað sem leigutrygging í næsta leiguhúsnæði. Tryggingar bæta ekki myglusvepp og fæst því ekkert af búslóðinni bætt sem henda þurfti fyrir tveimur vikum. Sá hluti búslóðarinnar sem brann í gær fæst bættur að 15%, en búslóðin var tryggð hjá Sjóvá.

Ljóst er að fjöldi einstaklinga missti mikið af verðmætum í brunanum í gær og Berglind er ekki sú eina í hennar fjölskyldu, því bróðir hennar varð líka fyrir eignatjóni.

„Bróðir minn missti líka allt í brunanum í gær, hann var með fullt af dóti í geymslu þarna, tjónið er meira svona tilfinningalegt,“ segir Berglind. „Hann er listamaður, og þarna var mikið af teikningum og tilfinningalegum munum frá ömmu okkar og afa.“

„Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli“

Berglind segist sjá mest eftir persónulegum munum; listaverkum barnanna, jólagjöfum frá þeim og síku. „Þetta er svakalega tilfinningalegt tjón, maður grætur þessa hluti sárast. Maður sér hvað skiptir máli þegar svona gerist, það eru litlu hlutirnir.“

Berglind keyrði framhjá brunanum í gær. „Ég var nú ekki að troða mér að, en keyrði framhjá. Það var ekkert sem maður gat gert hvort eð var.“

Fjölskyldan leitar nú að nýju leiguhúsnæði og er Seljahverfið óskastaðurinn, enda eru eldri dæturnar í Seljaskóla. „Við erum bara að leita og það kemur vonandi bara sem fyrst.“

Vinkona opnaði söfnunarreikning

Vinkona Berglindar opnaði söfnunarreikning fyrir fjölskylduna, sem vantar núna allt nema rétt hluti til daglegra nota. „Það er yndislegt fólk í kringum mann,“ segir Berglind.

Við hvetjum þá sem geta lagt fjölskyldunni lið að leggja inn á reikninginn. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningur:0115-26-2913.
Kennitala: 291287-2639.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“