fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Ótrúlegur flótti Ágústs úr fangelsi í Taílandi: Smyglaði sér úr landi og slapp við áratuga dóm

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 13. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Guðmundsson stóð nýverið frammi fyrir því að sitja næstu áratugi inni í alræmdu fangelsi í Taílandi vegna árásar á starfsfólk verslunar í borginni Pattaya á suðurströnd Taílands. Svo fór ekki því hann mútaði yfirvöldum og náði að smygla sér til Íslands. Ágúst segist í samtali við DV vera nýkominn heim til Íslands og má heyra á honum að hann sé þakklátur að vera laus.

Hann gerir ekki lítið úr glæpum sínum en ljóst er að vistin í fangelsinu hefur ekki verið góð. Hann hafi lent í gengjum og innfæddir hafi ráðist á hann. Óhætt er að segja að gróf mannréttindabrot hafi átt sér stað í fangelsinu og þurfti hann til að mynda að sofa á gólfinu ásamt nærri 30 öðrum föngum.

Atvikið átti sér stað síðastliðið sumar og fjölluðu erlendir fjölmiðlar, svo sem breska ­dagblaðið Daily Mail, um það. Ágústi var neitað um afgreiðslu á áfengi sem varð til þess að hann beitti piparúða á starfsmennina og stal sígarettum og freyðivíni. ­Atvikið náðist á upptöku og birtu taílenskir miðlar hana á netinu.

Aðstoðarverslunarstjórinn lýsir atburðarásinni á þessa leið: „Við sáum hann á rölti fyrir utan búðina. Síðan kom hann inn og bað um fá að kaupa áfengi. Hann var dónalegur og við létum hann vita að við mættum ekki selja honum áfengi á þessum tíma dags. Hann brást illa við og spreyjaði á okkur. Mig sveið í augun, þetta var virkilega sárt. Við höfðum samband við lögregluna sem brást skjótt við og handtók hann.“

Ágúst segir að árásin hafi ­verið framin í algjöru ölæði og hann sjái mikið eftir henni. „Ég átti að fá 20 til 30 ára dóm, lágmark 20 ára, en mér tókst að komast út úr landi með mútum. Félagar mínir náðu að borga tryggingargjaldið tveimur vikum áður en ég átti að mæta fyrir dóm. Ég komst í samband við mann sem er snillingur í því að koma fólki út úr landi. Hann bara mútaði yfirlögregluþjóni og landamæraeftirlitinu og ég náði að komast í burtu,“ segir Ágúst. Hann segist nú vera ­stórskuldugur þar sem frelsið kostaði hann um þrjár milljónir króna. „Ég skil ekki hvernig ég fór að þessu, bæði heppni og tilviljun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp