fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. desember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki að gera þetta til að vekja á mér athygli heldur bara til að reyna að hjálpa til og vekja þjóðina til umhugsunar,“ segir Brynja Eldon í spjalli við DV en hún kom heimilislausum manni, sem var þjakaður af hungri og kulda, til hjálpar fyrir utan Hagkaup í Skeifunni undir miðnætti á fimmtudagskvöldið.

Sveltur til dauða eða frýs til dauða

Brynja keypti dálítið af mat handa manninum sem ljómaði af gleði. Atvikið fyllti Brynju mikilli angist og sorg vegna þess að svo virðist sem margir meðbræður okkar á Íslandi hafi hvorki mat né húsaskjól, núna þegar kaldasti tími ársins gengur í garð og jólahátíðin á næsta leiti. Brynja skrifaði stuttan pistil um málið á Facebook sem hefur vakið mikla athygli:

„Ég var um miðnætti í Hagkaup í Skeifunni að kaupa mjólk fyrir heimilið sem eru kannski merkilegar fréttir nema fyrir þær sakir að þegar ég var að keyra í burtu frá búðinni sé ég mann sitja sofandi upp við húsið. Ég keyrði framhjá honum nokkra metra en komst ekki lengra…
…ég gat ekki keyrt áfram án þess að athuga hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum.
… ég snéri því bílnum við og lagði honum. Ég gekk til hans og spurði hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum?
Hann sagði þá strax, mér er svo kalt, ég er alveg frosin og hef ekkert húsaskjól.
Ég sagði að því miður gæti ég persónulega ekki veitt honum skjól en ég gæti keypt handa honum eitthvað að borða. Ég spurði hann hvað hann langaði í og ég sagði honum að bíða augnablik ég skildi fara inn að kaupa handa honum mat og eitthvað að drekka.
… það gerði ég og fór út með það sem hann langaði í, þá var hann staðinn upp og búinn að færa sig nær hurðinni og beið greinilega eftir mér.“

Hjartað er kramið – er ekki að biðja um hrós heldur aðgerðir

„Ég sýndi honum ofan í pokann það sem ég keypti og guð minn góður það sem mann greyjið var þakklátur. Hann þakkaði mér mörgu sinnum fyrir það litla sem ég gerði fyrir hann. 
Á meðan ég talaði við hann sá ég að fingur hans voru bláir af kulda og kinnarnar hans voru frostbitnar.

Í alvöru fólk..
hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því… að þarna sé maður sem er örugglega nær dauða en lífi útaf hungri og kulda á Íslandi í desember.

Hvað í alvörunni er í gangi hérna á landinu okkar?

Á meðan spilltir helvítis alþingismenn tala illa um aðra og drulla upp á bak er þessi maður ásamt öðrum að svelta til dauða ef hann frís ekki til dauða áður.

Þetta er ekki hægt!

Það þarf að gera eitthvað STRAX í málum þeirra sem minna meiga sín..

Ég ætla svo innilega að vona að þessi blessaði maður komist inn í hlýju einhverstaðar áður en hann lætur lífið úti í kuldanum.

Ég er ekki að biðja um hrós fyrir að gefa þessum manni mat.. ég vildi bara skapa smá umræðu um þetta í þeirri von um að eitthvað gerist til þess að allir landsmenn geti sofið áhyggjulausir inni í hlýjunni og fengið að borða á hverjum degi.

 Ljómaði af gleði yfir sviðasultu

DV spurði Brynju hvað hún hefði gefið manninum að borða og hún sagði:

„Ég spurði hann hvað hann langaði að borða og hvort hann vildi eitthvað að drekka. Hann sagðist vera svakalega hrifinn af kjúklingi og það væri yndislegt ef ég myndi kaupa handa honum kókakóla. Hann var ofsalega þakklátur þegar ég kom út með eldaðan kjúkling í tveimur bökkum og tvær 2ja lítra kók. Ég keypti líka handa honum sviðasultu án þess að vita hvort hann borðaði svoleiðis. Og þá ljómaði hann og sagðist dýrka sviðasultu.“

Pistill Brynu hefur vakið mikla athygli en hún segist vísvitandi hafa haft hann öllum opinn svo hann fengi dreifingu – ekki til að vekja athygli á henni og góðverki hennar heldur til að vekja sem flesta til vitundar um þann vanda að í þessu allsnægtaþjóðfélagi er fólk sem sveltur og getur dáið úr kulda af því það hefur ekki húsaskjól.

„Ef þessi skrif mín bjarga lífi eða verða til þess að fólkið okkar fær húsaskjól þá er takmarkinu náð. -ég man eftir því sem krakki að það voru alltaf einhverjir heimilislausir í miðbæ Reykjavíkur og alltaf sömu andlitin. En þessi maður virtist vera einstaklingur sem hafði misst allt sitt og að kerfið hafi brugðist honum,“ segir Brynja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu